Þessi mynd er tekin nú undir kvöld á Rauðasandi, einum magnaðasta stað á Íslandi, á gönguleiðinni út að Sjöundá og Skor. Við komum þangað í upptökuferð fyrir Kiljuna. Það ringdi alla leiðina úr bænum og þangað til við komum yfir Kleifaheiði. Þá stytti upp. Það er ekki gott að búa til sjónvarp í rigningu.