Það best að fullyrða ekki mikið, en svo virðist að gosið sem er hafið norðan Dyngjujökuls sé það sem hefur stundum verið kallað „túristagos“.
Það er lítið öskufall, hraun rennur í óbyggðir, þetta er ekki undir jökli svo ekki er hætta á flóðum.
Það verður fjallað um þetta á mjög lærðan hátt í fjölmiðlum næstu dag, íslenskir fjölmiðlar eru framúrskarandi þegar kemur að fréttum af eldgosum – og veðri.
Og erlendir fjölmiðlar fylgjast með að einhverju leyti. Nokkrir stórir erlendir fjölmiðlar hafa haft samband við mig í morgun og viljað fá mig í viðtöl.
Ég sagði hins vegar pass – nei, þetta er ekki mín deild, þótt ég hafi fengið mjög góða einkunn í jarðfræðinni hjá honum Elíasi Ólafssyni í MR á sínum tíma. Var eiginlega mitt besta fag. En hann var líka góður kennari.