Hér er fréttin sem mun hafa hleypt öllu í loft upp á 365 miðlum. Um hana Guðrúnu Veigu og þættina Nenni ekki að elda og gestinn hennar, hann Geir Ólafsson. Þátturinn er á sjónvarpsstöð sem nefnist iSTV. Fréttinni var kippt út af Vísi af nýjum aðalritstjóra og útgefanda, Kristínu Þorsteinsdóttur.
Kristín segir að þetta sé á mörkum þess að vera auglýsing í yfirlýsingu sem birtist í dag og vitnar í siðareglur 365.
Til að almenningur þurfi aldrei að vera í vafa um hlutleysi umfjöllunar skal gera skýran greinarmun á auglýsingum og öðru efni.
Þetta er til umræðu á svæði á Facebook sem nefnist fjölmiðlanördar. Þar segir blaðamaðurinn Kolbeinn Óttarson Proppé, sem lengi starfaði á Fréttablaðinu:
Mér segir svo hugur um að þetta muni gjörbreyta innblaði Fréttablaðsins og Vísis, ef skilningur hennar á fréttinni um Lata kokkinn verður heimfærður upp á allar fréttir, ekki bara þær sem fjalla um samkeppnisaðila 365.
En Andrés Magnússon, sem skrifar um fjölmiðla í Viðskiptablaðið, segir:
Þetta er út í bláinn. Og enn skrýtnara að aðalritstjórinn sé að eyða tíma í að verja þetta rugl, sem alþjóð veit að er fyrirsláttur.