fbpx
Fimmtudagur 17.júlí 2025
Eyjan

Sektaður

Egill Helgason
Mánudaginn 25. ágúst 2014 14:14

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ég hef aldrei verið sérstakur ökufantur og eftir því sem ég eldist minnkar aksturshraðinn hjá mér.

Nú stend ég mig æ oftar að því að tuða yfir bílum sem fara fram úr mér – og ég er farinn að sjá glæfraakstur út um allt.

Ég fór upp í sveit um daginn og bloggaði um að allir hefðu farið fram úr mér. Konan mín, sem sat í framsætinu, gerði grín að mér – hvað annað? Hún segir að ég aki eins og gamall karl og spyr hvort hún eigi að gefa mér hatt.

Hún tók samt undir þetta á Facebook:

Komin heim eftir stutta ferð út á land og verð að tuða aðeins…. Hvað er með þennan hraðakstur? Meina….kann enginn að keyra lengur eða bara halda sig allavega nálægt hámarkshraða? Hvert voru allir að flýta sér svo mikið að það þurfti að keyra á 120-130 km hraða? Og lögreglan? Ekki einu sinni pappalöggur neins staðar. Fussum svei. Grínlaust.

En viti menn.

Eftir að ég var búinn að sniglast um Suðurland á löglegum hámarkshraða, sem hérumbil enginn annar virti, var það ég sem fékk sektartilkynningu frá lögreglunni. Með mynd af mér undir stýri þar sem ég lít út eins og glæpamaður.

Það virðist vera að ég hafi látið spenna mig upp í 97 kílómetra hraða við Gljúfurárholt í Ölfusi – og þar náði myndavél lögreglunnar mér á filmu.

Ég vona að þeir hafi náð hinum – eru einhverjar líkur á því? En þeir böstuðu mig semsagt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Þinglok: Ríkisstjórnin styrkir stöðu sína – sundrung innan stjórnarandstöðunnar

Þinglok: Ríkisstjórnin styrkir stöðu sína – sundrung innan stjórnarandstöðunnar
Eyjan
Fyrir 3 dögum

„Við höfum ekki talað að þrýstingi hagsmunaaðila eða í umboði einhverra annarra en kjósenda okkar“

„Við höfum ekki talað að þrýstingi hagsmunaaðila eða í umboði einhverra annarra en kjósenda okkar“
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Minnihlutinn á Alþingi hefur ekki neitunarvald

Sigmundur Ernir skrifar: Minnihlutinn á Alþingi hefur ekki neitunarvald
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orð Sigurðar Inga um 71. grein og brotið lýðræði falla ekki í kramið – „Hættu að vinna fyrir Sjálfstæðisörflokkinn“

Orð Sigurðar Inga um 71. grein og brotið lýðræði falla ekki í kramið – „Hættu að vinna fyrir Sjálfstæðisörflokkinn“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

„Fullorðið fólk þarf að kunna að taka tapi í kosningum og una öðrum að fara með völdin“

„Fullorðið fólk þarf að kunna að taka tapi í kosningum og una öðrum að fara með völdin“
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Alþingi leyst úr gíslingu

Alþingi leyst úr gíslingu
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Stjórnarandstaðan hefur lagt fram hugmynd að lausn – „Við sjáum hvað setur“

Stjórnarandstaðan hefur lagt fram hugmynd að lausn – „Við sjáum hvað setur“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Baldur greinir stöðuna og varar við málamiðlunum – „Minnihluti þings ræður ferðinni á Alþingi þessa dagana“

Baldur greinir stöðuna og varar við málamiðlunum – „Minnihluti þings ræður ferðinni á Alþingi þessa dagana“