fbpx
Fimmtudagur 17.júlí 2025
Eyjan

Töf á olíuævintýrum

Egill Helgason
Föstudaginn 22. ágúst 2014 10:57

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Styrmir Gunnarsson spyr hvort íslenska olíuævintýrið sé búið áður en það nær að hefjast. Styrmir vitnar í skýrslu frá bandaríska bankanum Citigroup:

Citigroup segir olíuiðnaðinn umkringdan vegna þess að gas sé hægt að fá á lágu verði, sparneytnari ökutækja og ótrúlegra framfara í að virkja sólarorku.

Þetta þýði að olíunotkun fari minnkandi á næstu árum og áratugum og þar með séu forsendur brostnar fyrir gífurlegri skuldsetningu olíufyrirtækja til að geta leitað að og unnið olíu á erfiðum stöðum.

Olíuleit er nánast hætt við Grænland um sinn – það er ljóst að olíudraumarnir þar rætast ekki á næstunni. Ketill Sigurjónsson orkubloggari skrifaði í gær:

Þar má nefna að stórlega hefur dregið úr olíuleit við Grænland – a.m.k. tímabundið. Sama á við um olíuleitina norður af ströndum Alaska, þar sem Shell hefur hætt við umfangsmiklar framkvæmdir sem þar voru komnar á fullt. Meira að segja Statoil hefur verið að lenda í veseni norður í Barentshafi. Og það er líka athyglisvert að sérleyfishafarnir á Drekasvæðinu hófust ekki handa við rannsóknir í sumar – og það virðist allsendis óvíst hvort nokkuð gerist þar næsta sumar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Þinglok: Ríkisstjórnin styrkir stöðu sína – sundrung innan stjórnarandstöðunnar

Þinglok: Ríkisstjórnin styrkir stöðu sína – sundrung innan stjórnarandstöðunnar
Eyjan
Fyrir 3 dögum

„Við höfum ekki talað að þrýstingi hagsmunaaðila eða í umboði einhverra annarra en kjósenda okkar“

„Við höfum ekki talað að þrýstingi hagsmunaaðila eða í umboði einhverra annarra en kjósenda okkar“
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Minnihlutinn á Alþingi hefur ekki neitunarvald

Sigmundur Ernir skrifar: Minnihlutinn á Alþingi hefur ekki neitunarvald
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orð Sigurðar Inga um 71. grein og brotið lýðræði falla ekki í kramið – „Hættu að vinna fyrir Sjálfstæðisörflokkinn“

Orð Sigurðar Inga um 71. grein og brotið lýðræði falla ekki í kramið – „Hættu að vinna fyrir Sjálfstæðisörflokkinn“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

„Fullorðið fólk þarf að kunna að taka tapi í kosningum og una öðrum að fara með völdin“

„Fullorðið fólk þarf að kunna að taka tapi í kosningum og una öðrum að fara með völdin“
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Alþingi leyst úr gíslingu

Alþingi leyst úr gíslingu
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Stjórnarandstaðan hefur lagt fram hugmynd að lausn – „Við sjáum hvað setur“

Stjórnarandstaðan hefur lagt fram hugmynd að lausn – „Við sjáum hvað setur“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Baldur greinir stöðuna og varar við málamiðlunum – „Minnihluti þings ræður ferðinni á Alþingi þessa dagana“

Baldur greinir stöðuna og varar við málamiðlunum – „Minnihluti þings ræður ferðinni á Alþingi þessa dagana“