fbpx
Föstudagur 18.júlí 2025
Eyjan

Lifðu heil, Evrópa

Egill Helgason
Föstudaginn 22. ágúst 2014 22:36

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ljudmila Ulitskaja er einn helsti rithöfundur Rússlands. Bækur hennar hafa verið þýddar á fjölda tungumála og hún hefur fengið margar alþjóðlegar viðurkenningar eins og sjá má hér. Ulitskaja er 71 árs, býr í Moskvu. Hún skrifar magnaða ádrepu á stjórnmálin í Rússlandi sem birtist í nýjasta hefti þýska tímaritsins Der Spiegel. Hér er hluti af greininni.

Ég bý í Rússlandi. Ég er rússneskur rithöfundur, af gyðingaættum og kristinni trú. Landið mitt er komið í stríð við menninguna, við húmanísk gildi, við frelsi einstaklingsins og hugmyndina um mannréttindi, þessa ávexti siðmenningarinnar. Landið mitt þjáist vegna árásarhneigðrar fáfræði, þjóðernishyggju og mikilmennskuóðrar heimsvaldastefnu.

Ég skammast mín fyrir hið fáfróða og árásarhneigða þings landsins, fyrir hina árásarhneigðu og vanhæfu ríkisstjórn, fyrir stjórnarherranana sem fara fremstir í flokki, menn sem dreymir um að vera ofurhetjur, menn sem eru dýrkendur ofbeldis og fláttskapar, ég skammast mín fyrir þjóð mína, sem hefur tapað siðferðislegum viðmiðum sínum.

Menningin hefur beðið hroðalegt afhroð í Rússlandi, við iðkendur hennar getum ekki breytt hinni sjálfseyðandi pólitík ríkis okkar. Mennta- og menningarstétt landsins er klofin í tvennt: Það er aðeins minnihluti sem mælir gegn stríði.

Land mitt færir heiminn á hverjum degi nær stríði. Hernaðarsinnarnir hafa þegar brýnt klærnar í Tsétséníu og Georgíu, og nú æfa þeir sig á Krím og í Úkraínu.

Lifðu vel, Evrópa, ég óttast að við eigum aldrei eftir að tilheyra hinni evrópsku þjóðafjölskyldu. Hin mikla menning okkar, Tolstoj okkar, Tsékov okkar, Tsjaikovskí okkar og Shostakovits okkar, málarar okkar, leikarar, heimspekingar og vísindamenn gátu ekki stöðvað trúarofstækismenn fortíðarinnar né kommúnista og hugmyndir þeirra – og eins geta þeir ekki stöðvað hina valdasjúku brálæðinga sem nú ráða.

Í 300 ár höfum við drukkið af sömu lindum – Bach var líka okkar, Dante var okkar, Beethoven var okkar og Shakespeare var okkar – og við gáfum aldrei upp vonina. En nú getum við, menningarfólk í Rússlandi, sá litli hluti af því sem ég tilheyri, bara sagt eitt: Lifðu heil, Evrópa!

cache_2450950432

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Orðið á götunni: Hvenær tekur maður þátt í málþófi og hvenær ekki?

Orðið á götunni: Hvenær tekur maður þátt í málþófi og hvenær ekki?
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Guðrún segir þinglok staðfesta fórn ríkistjórnarinnar

Guðrún segir þinglok staðfesta fórn ríkistjórnarinnar
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Kjölturakkinn sem heldur að hann sé Rottweiler

Orðið á götunni: Kjölturakkinn sem heldur að hann sé Rottweiler
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orð Sigurðar Inga um 71. grein og brotið lýðræði falla ekki í kramið – „Hættu að vinna fyrir Sjálfstæðisörflokkinn“

Orð Sigurðar Inga um 71. grein og brotið lýðræði falla ekki í kramið – „Hættu að vinna fyrir Sjálfstæðisörflokkinn“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Sigurður Hólmar skrifar: Réttindabrot gegn fötluðum og öldruðum einstaklingum

Sigurður Hólmar skrifar: Réttindabrot gegn fötluðum og öldruðum einstaklingum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sakar stjórnarandstöðuna um vanþekkingu og rekur sögu 71. gr.

Sakar stjórnarandstöðuna um vanþekkingu og rekur sögu 71. gr.
Eyjan
Fyrir 1 viku

„Fullorðið fólk þarf að kunna að taka tapi í kosningum og una öðrum að fara með völdin“

„Fullorðið fólk þarf að kunna að taka tapi í kosningum og una öðrum að fara með völdin“