fbpx
Fimmtudagur 17.júlí 2025
Eyjan

Allir fóru fram úr

Egill Helgason
Föstudaginn 22. ágúst 2014 17:10

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ég gerði smá tilraun í dag.

Átti tvívegis erindi upp Ártúnsbrekkuna. Ók í bæði skiptin á hámarkshraða sem er auglýstur rækilega á skiltum við veginn.

80 kílómetra hraða á klukkustund.

Eiginlega allir hinir bílarnir fóru fram úr mér.

Um síðustu helgi var ég að keyra úti á vegum. Við vorum að ferðast í ró og næði – um það bil á hámarkshraðanum.

Það var mikið spanað framúr – mesta ferðin var á mótorhjólum sem voru ekki undir 130.

Maður sá eiginlega hvergi lögreglubíl en það er ljóst að þessir mótorhjólamenn og sumir aðrir ökumenn lögðu líf sitt í hættu, og það sem verra er – stofnuðu lífi annarra í hættu.

Nú hef ég ekið bíl víða um heiminn og man eiginlega ekki eftir því að ökumenn fari svona mikið fram úr löglegum hraða. Ég hef tvívegis verið stöðvaður erlendis, í Marokkó og í Kanada. Í Marokkó var það á hraðbraut þar sem var mikið lögreglueftirlit, í Kanada eru held ég prúðustu ökumenn í heimi. Meira að segja ég virka villtur þar.

Grikkland er svolítið sérstakt dæmi. Ég hef verið talsmaður þess að verði sett herlög á vegi í Grikklandi og þau látin gilda í svona ár.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Þinglok: Ríkisstjórnin styrkir stöðu sína – sundrung innan stjórnarandstöðunnar

Þinglok: Ríkisstjórnin styrkir stöðu sína – sundrung innan stjórnarandstöðunnar
Eyjan
Fyrir 3 dögum

„Við höfum ekki talað að þrýstingi hagsmunaaðila eða í umboði einhverra annarra en kjósenda okkar“

„Við höfum ekki talað að þrýstingi hagsmunaaðila eða í umboði einhverra annarra en kjósenda okkar“
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Minnihlutinn á Alþingi hefur ekki neitunarvald

Sigmundur Ernir skrifar: Minnihlutinn á Alþingi hefur ekki neitunarvald
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orð Sigurðar Inga um 71. grein og brotið lýðræði falla ekki í kramið – „Hættu að vinna fyrir Sjálfstæðisörflokkinn“

Orð Sigurðar Inga um 71. grein og brotið lýðræði falla ekki í kramið – „Hættu að vinna fyrir Sjálfstæðisörflokkinn“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

„Fullorðið fólk þarf að kunna að taka tapi í kosningum og una öðrum að fara með völdin“

„Fullorðið fólk þarf að kunna að taka tapi í kosningum og una öðrum að fara með völdin“
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Alþingi leyst úr gíslingu

Alþingi leyst úr gíslingu
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Stjórnarandstaðan hefur lagt fram hugmynd að lausn – „Við sjáum hvað setur“

Stjórnarandstaðan hefur lagt fram hugmynd að lausn – „Við sjáum hvað setur“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Baldur greinir stöðuna og varar við málamiðlunum – „Minnihluti þings ræður ferðinni á Alþingi þessa dagana“

Baldur greinir stöðuna og varar við málamiðlunum – „Minnihluti þings ræður ferðinni á Alþingi þessa dagana“