fbpx
Miðvikudagur 16.júlí 2025
Eyjan

Geimverufræði Sigmundar – óhjákvæmilegur innflutningur á kjöti

Egill Helgason
Föstudaginn 15. ágúst 2014 11:17

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það var heldur slysalegt hjá forsætisráðherra þjóðarinnar að fara að tala um „veiru“ í sambandi við neyslu á erlendu kjöti í útvarpsviðtali í gær.

Þetta hljómaði eins og einhvers konar geimverufræði – vandinn var að fjöldi hlustenda vissi miklu gerr en forsætisráðherrann. Það sem hann talaði um er alþekkt, sníkill sem er til á Íslandi eins og annars staðar, berst með köttum – þungaðar konur eru vegna þessa varaðar við miklu samneyti við ketti. Og vissulega er rétt að þetta getur borist með hráu kjöti.

En Íslendingar eru þegar að flytja inn mikið magn af kjöti. Landbúnaðurinn hérna annar ekki eftirspurn eftir kjötmeti. Það var dálítið merkilegt að lesa í blaði um daginn að ein af ástæðunum fyrir skorti á hakki væri sú að mjólkurkúm væri ekki slátrað vegna eftirspurnar eftir mjólk. Eru það þá aflóga mjólkurkýr sem fara í hakkið?

Hvað er til ráða í þessari stöðu?

Það má náttúrlega auka kjötframleiðsluna í landinu. Við erum með nautgripastofn sem þykir heldur rýr, en ekki hefur verið við það komandi að gera á honum kynbætur. Við getum flutt inn meira kjöt – en þá á auðvitað að gera það með þeim hætti að uppruni kjötsins sé rækilega merktur. Þessi feluleikur með kjöt er bara hlægilegur.

Þriðja ráðið gæti auðvitað verið að minnka kjötneysluna. Þá mun ekki þykja sjálfgefið að gestir veitingahúsa geti fengið nautakjöt eða ferðamenn fái beikon í morgunmatinn.

Það er náttúrlega hægt að bjóða upp á ýmislegt í staðinn, en eins og staðan er verður að segjast að beikon er vinsælla en lifrarpylsa.

Í viðtalinu talaði Sigmundur Davíð einnig um sóknarfæri íslensks landbúnaðar – að hann ætti að sækja fram og selja meira út. Það er eftirspurn erlendis eftir íslensku skyri og lambakjöti. En eins og stendur er á mörkunum að íslenski landbúnaðurinn geti annað markaðnum hér – með innfæddum og ferðamönnum. Aukist útflutningurinn  er einsýnt að innflutningurinn muni aukast á móti.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Þingfundur hefst kl. 10 – Þrjú mál á dagskrá fyrir sumarfrí

Þingfundur hefst kl. 10 – Þrjú mál á dagskrá fyrir sumarfrí
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Björn Jón skrifar: Til varnar Íslandssögu Jónasar frá Hriflu

Björn Jón skrifar: Til varnar Íslandssögu Jónasar frá Hriflu
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Sigurður Hólmar skrifar: Réttindabrot gegn fötluðum og öldruðum einstaklingum

Sigurður Hólmar skrifar: Réttindabrot gegn fötluðum og öldruðum einstaklingum
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Stalín er ekki lengur hér

Óttar Guðmundsson skrifar: Stalín er ekki lengur hér
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Kjarnorkuákvæðinu beitt

Kjarnorkuákvæðinu beitt
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Jón Gnarr telur sig vita hvað vakir fyrir stjórnarandstöðunni í „lengsta eftirpartý Íslandssögunnar“

Jón Gnarr telur sig vita hvað vakir fyrir stjórnarandstöðunni í „lengsta eftirpartý Íslandssögunnar“