fbpx
Föstudagur 11.júlí 2025
Eyjan

Útspil Framsóknar skapar gjá innan Sjálfstæðisflokksins

Egill Helgason
Föstudaginn 30. maí 2014 12:12

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Moskuútspil Framsóknarflokksins er að hafa ýmisleg áhrif. Vera má að hér séu pólitísk stórtíðindi. Það er ekki síst merkilegt að sjá hvernig spilast úr þessu innan Sjálfstæðisflokksins. Sá flokkur virkar ósamstæðari með hverjum deginum sem líður.

Pawel Bartozsek skrifar magnaða grein í Fréttablaðið í morgun. Hún nefnist Fallið á gæskuprófinu:

Það kosningaloforð að fólk ætti ekki að fá að byggja hús vegna trúar sinnar fellur á gæskuprófinu. Ríki sem hefði slíka stefnu væri ekki lengur gott ríki. Það gæti ekki lengur sagt fullum hálsi að það ynni að því að allir borgarar þess fengju að blómstra, óháð bakgrunni. Þess vegna eru skoðanir þeirra stjórnmálamanna sem slíkt bera á torg óásættanlegar.

Þeir leiðtogar slíkra flokka sem ýmist styðja þessa félaga sína með þögn eða skipta yfir í metaumræðu um „skaðsemi pólitísks rétttrúnaðar“ eru huglitlir og ekki tækir til að stjórna ríki. Ekki góðu ríki

Pawel talar þarna á svipuðum nótum og frambjóðendur eins og Hildur Sverrisdóttir og Áslaug Friðriksdóttir. Hildur skrifaði í Fréttablaðið í fyrradag:

Við eigum að fagna því að eignast tilbeiðsluhús fleiri trúarbragða, sem sýna að hér er trúfrelsið í hávegum haft og allir jafnréttháir. 

Sjálfstæðisflokkurinn er flokkur frjálslyndis og einstaklingsfrelsis. Á þeim grunni er best að stýra borg sem ætlar að vera heimsborg; fjölbreytt, víðsýn, frjáls og opin.

Í leiðara Morgunblaðsins er hins vegar tekinn allt annar póll í hæðina. Boltinn var reyndar fyrst gefinn upp í Reykjavíkurbréfi fyrir fáum hálfum mánuði – þar sem var sagt að „umræða“ myndi brjótast út. Í leiðaranum í dag er hanskinn tekinn sérstaklega upp fyrir flokka eins og Þjóðfylkinguna í Frakklandi og Ukip í Bretlandi. Má spyrja hvort þetta eigi þá að verða hinir nýju systurflokkar Sjálfstæðisflokksins í Evrópu?

Hvers konar hjómgrunn ætli það fái meðal Sjálfstæðisfólks?

Í leiðaranum stendur:

Þeir sem ekki fylgja stjórnmálalegum rétttrúnaði út í hörgul fá nú heldur betur að svitna. En stjórnmálalegur rétttrúnaður er eiginlega orðinn öflugasta trúarhreyfingin hér síðustu misserin, með sjálfskipaða æðstupresta sem tekið hafa sér úrskurðarvald um hvað leyfist og hvað ekki. Allt er þetta ankannalegt og raunar næsta öfgakennt, sem er óneitanlega sérstakt þegar í hlut eiga miklir spekingar og sérfræðingar í öfgum annarra.

Ef þessu heldur áfram verður varla séð annað en að Sjálfstæðisflokkurinn liðist í sundur. Þarna eru alltof stórar mótsagnir til að hægt sé að brúa þær. Það verður heldur ekki betur séð en að Morgunblaðið sé farið að styðja Framsóknarflokkinn.

Árni Snævarr fréttamaður skrifar á Facebook-síðu sína.

Það hafa orðið gríðarleg tíðindi í íslenskum stjórnmálum. Morgunblaðið kallaði eftir því í Reykjavíkurbréfi að andúð á útlendingum yrði tekin á dagskrá, eins og það heitir á máli innmúraðra íhaldsmanna, í íslenskum stjórnmálum. Framsóknarflokkurinn tók málið upp. Morgunblaðið líkir þessu við UKIP og Front National og STYÐUR málflutninginn. Ekki einungis að Davíð Oddsson og fylgihnöttur hans Björn Bjarnason styðji málflutning Framsóknar heldur viðurkennir ritstjórinn að þarna fari Front National og þá væntanlega Marine le Pen Íslands. Mogginn styður nú ekki D i fyrsta skipti í sögunni sem skyggir á stórtíðindin að Ögmundur Jónasson styður ekki VG.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Málþófið tætir fylgið af Sjálfstæðisflokknum – líka í borginni

Orðið á götunni: Málþófið tætir fylgið af Sjálfstæðisflokknum – líka í borginni
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Foringjakreppa í flokknum

Óttar Guðmundsson skrifar: Foringjakreppa í flokknum
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Sundruð stjórnarandstaða – umboðslausir þingflokksformenn

Orðið á götunni: Sundruð stjórnarandstaða – umboðslausir þingflokksformenn
Eyjan
Fyrir 1 viku

Deilir kostulegri ræðu Ingibjargar til að sýna fáránleika málþófsins – „Eeee…hvaða umsögn var ég að fara yfir?“

Deilir kostulegri ræðu Ingibjargar til að sýna fáránleika málþófsins – „Eeee…hvaða umsögn var ég að fara yfir?“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Raunverulegur tilgangur málþófsins – andspyrnuhópur vill skipta um formann

Orðið á götunni: Raunverulegur tilgangur málþófsins – andspyrnuhópur vill skipta um formann