Hér á vefnum hefur áður verið fjallað um Happy-æðið. Ungt fólk dansar við hið bráðfjöruga lag Happy eftir Pharrell Williams – í þessu hafa jafnvel falist ákveðin skilaboð.
Aðallega um að fólk ætli ekki að láta berja sig niður eða kúga sig.
Hópur ungs fólks sem dansaði við lagið og gerði myndband í Íran hefur verið handtekinn. Þetta eru sex ungmenni, þau settu myndbandið á YouTube.
Segir að eftir nákvæma lögreglurannsókn hafi brotafókið verið handtekið og hafi játað glæpi sína.
Hið gamlaða og afturhaldssama karlaveldi sem stjórnar í Íran telur sér ógnað af svona framferði. Sagt er að þetta ógni almennu velsæmi. Flestir sjá ekki annað en glatt og efnilegt ungt fólk – en afturhaldsliðið er upptekið af því að stjórna lífi fólks niður í smæstu athafnir, einkum ef það tengist kynlífi.
Bandarísk kona, sem ég tengist á Facebook, setur af þessu tilefni fram kenningu um pervertaræði, pervocracy. Það er valdakerfi þar sem ráða aðallega karlar sem hafa sjúklega áhuga á kynlífi en óttast það í leiðinni. Því miður ná þessir pervertar oft völdum og reyna að þvinga pervertisma sínum upp á annað fólk. Dæmin eru náttúrlega mýmörg – og má finna allt frá Íran til ákveðinna svæða í Bandaríkjunum.