Líklega hefur ekki komið fram magnaðri ákæra á hendur íslenska fiskveiðistjórnunarkerfinu og frá íbúum Djúpavogs.
Þeir horfa nú upp á að aflaheimildir í þessu fallega og blómlega plássi verði hrifsaðar á brott.
Réttindi íbúanna virðast vera enginn.
Það er mikill þungi í þessu myndbandi – og það kallar á svör. Þetta er eins konar j’accuse. En hætt er við að svörin verði heldur rýr miðað við alvöruna sem er á ferðinni í myndbandinu.