fbpx
Fimmtudagur 10.júlí 2025
Eyjan

Fjör í kosningabaráttu

Egill Helgason
Föstudaginn 16. maí 2014 00:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Frambjóðendur og flokksmenn verða oft mjög skrítnir í aðdraganda kosningar. Þá fara þeir að gera hluti sem þeir myndu annars ekki gera – og sem flestum þykja hallærislegir, nema kannski þeim sjálfum – í hita baráttunar sem hefur ruglað dómgreind þeirra.

Þannig er til dæmis um frambjóðendur Bjartrar framtíðar sem fóru að afgreiða ís í ísbúð vestur í bæ í kvöld. Það er erfitt að skilja tilganginn með þessu tiltæki – myndi það ekki fyrst og fremst fara í taugarnar á manni ef frambjóðendur þvælast fyrir manni í ísbíltúrnum?

Svo er það Framsóknarmaðurinn sem þolir ekki að „frammámaður“ í Ferðafélagi Íslands skrifi illa um Framsóknarflokkinn og kvartar undan honum með eftirfarandi orðum.

Enn og aftur hefur frammámaður FÍ, Páll Ásgeir, stórskaðað orðspor okkar góða félags með sínu sjálfhverfa, rætna og sóðalega gaspri á netmiðlum. DV er hans uppáhaldvettvangur þar sem hann fyrir hittir jafningja sína. Í dag mátti sjá enn eina drulluslummuna undir beinni línu hjá oddvita framsóknar í borginni.

Gerð er sú krafa að höfð sé í heiðri sú óskrifaða regla að frammámenn félagsins ofbjóði ekki öðrum félagsmönnum og almenningi með hatursfullu háttalagi sínu.

Á sama tíma er það orðið að fréttamáli að Sveinbjörg, sem situr í fyrsta sæti á lista Framsóknar í Reykjavík, segir Láru Hönnu upp sem Fésbókarvini af því hún hafi beitt sig einelti.

Reyndar hefur maður svolítla samúð með Sveinbjörgu – til hvers var Lára Hanna að vingast við hana á Facebook ef hún ætlaði bara að vera með leiðindi?

Sjálfstæðismenn festa upp myndir af oddvitanum í Reykjavík á skilti í Kópavogi og á Seltjarnarnesi – jú, það má prófa allt.

1012567_10202680129137912_5915520853521361850_n

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Lára Björg ráðin verkefnastjóri miðlunar og samskipta hjá Háskólanum í Reykjavík 

Lára Björg ráðin verkefnastjóri miðlunar og samskipta hjá Háskólanum í Reykjavík 
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Sundruð stjórnarandstaða – umboðslausir þingflokksformenn

Orðið á götunni: Sundruð stjórnarandstaða – umboðslausir þingflokksformenn