fbpx
Miðvikudagur 09.júlí 2025
Eyjan

Verkföll breiðast út

Egill Helgason
Mánudaginn 12. maí 2014 18:52

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í dag eru sjúkraliðar í verkfalli, á fimmtudaginn verða það grunnskólakennarar og svo fara flugmenn hjá Icelandair aftur í verkfall á föstudegi.

Það er ekki hægt að segja að ríki friður á vinnumarkaði.

Maður hefði reyndar haldið að reynt yrði að semja við grunnskólakennara fyrir sveitarstjórnakosningarnar 29. maí – þeir hafa boðað verkföll í þrjá staka daga þangað til. En líklega er það borin von.

Menntamálin eru því miður ekkert að komast að í þessum kosningum. Kannski eru þau of flókin eða kannski er áhuginn ekki nógu mikill.

Flugmenn hafa fengið yfir sig miklar gusur síðustu dagana. Það virðist vera útbreidd skoðun að þeir megi ekki fara í verkfall. Ríkisstjórnin hikar samt að segja lögbann á aðgerðir þeirra.

Meginreglan á auðvitað að vera sú að þeir sem selja vinnu sína – og lifa á því – hafi réttinn til að fara í verkfall.

Hví ætti annað að gilda um flugmenn? Eiga þeir sem hafa þokkalega há laun ekki að fá að fara í verkfall – bara þeir launalægstu? Það er ekkert sérlega lógískt.

Og hvað varðar stöðu flugmanna, að þeir geti stöðvað samgöngur, þá eru ýmsir aðrir hópar í þeirri stöðu. Flugfreyjur hjá Icelandair hafa reyndar líka boðað verkföll – án þeirra verður heldur ekki flogið. Það verður 27. maí og svo aftur tvívegis í júní.

 

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Svarthöfði skrifar: Dauðir skipaðir í áfengisvarnarnefnd – þingmaður Miðflokksins spaugari aftur í ættir

Svarthöfði skrifar: Dauðir skipaðir í áfengisvarnarnefnd – þingmaður Miðflokksins spaugari aftur í ættir
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Orrustan um Ísland stendur yfir

Sigmundur Ernir skrifar: Orrustan um Ísland stendur yfir
Eyjan
Fyrir 1 viku

Bryndís sagði málþóf séríslenskt fyrirbæri og taldi rétt að beita 71. grein – Undirbýr nú 32. ræðu sína um veiðigjaldið

Bryndís sagði málþóf séríslenskt fyrirbæri og taldi rétt að beita 71. grein – Undirbýr nú 32. ræðu sína um veiðigjaldið
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sara tekst á við nýtt verkefni -„Það er óhætt að segja að ég sé glöð og hissa“ 

Sara tekst á við nýtt verkefni -„Það er óhætt að segja að ég sé glöð og hissa“ 
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ný vonarstjarna Demókrata gæti komist í mikilvægt embætti – Trumpistar kalla hann „hryðjuverkamann“

Ný vonarstjarna Demókrata gæti komist í mikilvægt embætti – Trumpistar kalla hann „hryðjuverkamann“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Veiðigjaldafrumvarpið: Harðlínumennirnir hafa undirtökin innan SFS – málflutningurinn heldur ekki vatni

Veiðigjaldafrumvarpið: Harðlínumennirnir hafa undirtökin innan SFS – málflutningurinn heldur ekki vatni