fbpx
Miðvikudagur 09.júlí 2025
Eyjan

Evrovisjón og kosningarnar til Evrópuþingsins – fordómaleysið og fordómarnir

Egill Helgason
Sunnudaginn 11. maí 2014 00:21

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Karl í kvenmannsgervi vann Evróvisjón, en þó með skegg límt á sig. Hann lítur út eins og listamaðurinn sem eitt sinn kallaði sig Prince – en lagið er ekki neitt neitt, algjörlega óeftirminnilegt og röddin ekkert til að hrópa húrra fyrir.

Kannski er þetta yfirlýsing um fordómaleysi? Gaman væri að vita hvernig Asíubúar sem eru að sjá keppnina í fyrsta sinn upplifa þetta? Kona með skegg, eins og það var kallað í sirkusum í gamla daga, sem syngur til sigurs.

Það væri gaman að vita nánar demógrafíuna hjá því fólki sem kýs í Evróvisjón. Aldur, kyn, þjóðfélagsstöðu, jafnvel kynhneigð.

Menn hneyksluðust miklu fremur yfir konunni með brjóstin sem var að strokka í pólska laginu. Það sló allavega ekkert í gegn.

Enn einu sinni kemur í ljós að Evrovision snýst minnst um tónlist, en meira um sjówið sjálft.

Eða hver man hvaða lag vann í fyrra? Hvað er langt síðan Evróvisjón gat af sér tónlistarfólk sem hefur getað haldið frægð og vinsældum eftir keppnina?

Hollenska lagið var svolítið öðruvísi – minnti meira en lítið á Fleetwood Mac en karlsöngvarinn var klæddur eins og Bob Dylan á John Wesley Harding tímanum.

Það var ágætt að sjá Ungverja tefla fram þeldökkum manni og Dani með söngvara sem er upprunninn í Marokkó. Bæði þessi lönd hafa átt í erfiðleikum með hægri öfga.

Enga fordóma, sungu íslensku Pollapönkararnir og gerðu það vel – enski textinn eftir sjálfan John Grant. No prejudice.

Því miður er líklegt að Evrópa taki ekki mikið mark á því og stemmingin verði önnur í kosningunum til Evrópuþingsins sem fara fram 22.-25. maí. Þar virðast öfl sem gera gælur við fordóma og kynþáttahatur ætla að vinna sigra í mörgum löndum.

Er það kannski þannig að þar fara hinir fordómafullu á kjörstað en hinir fordómalausu nota ekki atkvæði sín – ólíkt því sem er í Evróvisjón.

o-CONCHITA-WURST-facebook

Conchita Wurst var í aðalhlutverki í kvöld, en seinna í mánuðinum verða þessi tvö hér að neðan í aðalhutverkinu – Geert Wilders og Marine Le Pen.

wilders-le-pen_2903851b

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Málþófið tætir fylgið af Sjálfstæðisflokknum – líka í borginni

Orðið á götunni: Málþófið tætir fylgið af Sjálfstæðisflokknum – líka í borginni
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Foringjakreppa í flokknum

Óttar Guðmundsson skrifar: Foringjakreppa í flokknum
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Sundruð stjórnarandstaða – umboðslausir þingflokksformenn

Orðið á götunni: Sundruð stjórnarandstaða – umboðslausir þingflokksformenn
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Deilir kostulegri ræðu Ingibjargar til að sýna fáránleika málþófsins – „Eeee…hvaða umsögn var ég að fara yfir?“

Deilir kostulegri ræðu Ingibjargar til að sýna fáránleika málþófsins – „Eeee…hvaða umsögn var ég að fara yfir?“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Raunverulegur tilgangur málþófsins – andspyrnuhópur vill skipta um formann

Orðið á götunni: Raunverulegur tilgangur málþófsins – andspyrnuhópur vill skipta um formann
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Steindautt samband

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Steindautt samband
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þetta er ræðukóngurinn á yfirstandandi þingi – 10 málglöðustu þingmennirnir hafa samtals talað í 182,4 klukkustundir

Þetta er ræðukóngurinn á yfirstandandi þingi – 10 málglöðustu þingmennirnir hafa samtals talað í 182,4 klukkustundir
Eyjan
Fyrir 1 viku

Að standa með liðinu eða standa með grundvallarréttindum – hvað varð um Piers Morgan?

Að standa með liðinu eða standa með grundvallarréttindum – hvað varð um Piers Morgan?
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Skortur á manngildishugsjón

Björn Jón skrifar: Skortur á manngildishugsjón