fbpx
Miðvikudagur 09.júlí 2025
Eyjan

Ákall eftir málefnalegri umræðu

Egill Helgason
Fimmtudaginn 8. maí 2014 16:21

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ég hef reynt að forðast að taka mikinn þátt í umræðu um Reykjavíkurflugvöll hin síðari ár, þrátt fyrir áhuga á skipulagsmálum. Maður getur eiginlega ekki gert sjálfum sér það að fara út á þann vettvang. Umræðan er einhvern veginn svo yfirgengilega vond.

Hér er dæmi um það. Frambjóðandi úti á landi er útmálaður sem svikari vegna þess að hann er ekki með hnefann á lofti vegna flugvallarins.

Það virðist allt vera heimilt í þessari umræðu. Það er talað eins og eigi að fara að drepa börn. Flugbraut sem löngu er samið um að eigi að fara dúkkar allt í einu upp sem bráðnauðsynleg „neyðarbraut“ þegar öll önnur rök þrýtur.

Nú vill svo til að er að störfum nefnd undir forystu þeirrar miklu sómakonu Rögnu Árnadóttur sem á að skoða kosti vegna innanlandsflugsins. Þetta var gert með samkomulagi ríkis, borgar og Icelandair.

Það er ýmislegt sem kemur til greina í þessu sambandi. Einn kostur er til dæmis nefndur í afar málefnalegri grein í Fréttablaðinu í dag. Höfundur hennar er Bjarni Gunnarsson verkfræðingur.

Þar er lagt til að flugvöllurinn verði að hluta til færður á uppfyllingar, brautirnar myndu semsagt styttast verulega nær bænum en lengjast út í Skerjafjörð.

Þetta hlýtur að vera vel framkvæmanlegt, þar má nefna að stór hluti hafnarsvæðisins í Reykjavík er á uppfyllingum og nær allur Grandinn.

Ég er ekki að segja að þetta sé lausnin, en þetta er vissulega einn möguleikinn. Menn eiga að stefna að því að finna sátt í þessu deilumáli, ekki vera sífellt að ýfa upp deilur.

V2-705089997

Hugmynd Bjarna Gunnarssonar um Reykjavíkurflugvöll sem yrði færður utar í borgarlandinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Foringjakreppa í flokknum

Óttar Guðmundsson skrifar: Foringjakreppa í flokknum
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Lára Björg ráðin verkefnastjóri miðlunar og samskipta hjá Háskólanum í Reykjavík 

Lára Björg ráðin verkefnastjóri miðlunar og samskipta hjá Háskólanum í Reykjavík 
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Raunverulegur tilgangur málþófsins – andspyrnuhópur vill skipta um formann

Orðið á götunni: Raunverulegur tilgangur málþófsins – andspyrnuhópur vill skipta um formann
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Segir stjórnarandstöðuna vannýtta auðlind og vill „lottóvæða“ þingmenn

Segir stjórnarandstöðuna vannýtta auðlind og vill „lottóvæða“ þingmenn
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Skortur á manngildishugsjón

Björn Jón skrifar: Skortur á manngildishugsjón
Eyjan
Fyrir 1 viku

Flutti sögulega jómfrúarræðu á Alþingi í gær og fetaði í fótspor móður sinnar

Flutti sögulega jómfrúarræðu á Alþingi í gær og fetaði í fótspor móður sinnar