fbpx
Miðvikudagur 09.júlí 2025
Eyjan

Pútín: póst-fasisti fremur en póst-kommúnisti

Egill Helgason
Þriðjudaginn 6. maí 2014 00:17

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Við stöndum frammi fyrir þeirri ógnarlegu stöðu að í Evrópu er ríki – reyndar hálft í Asíu líka – sem er tilbúið að beita hervaldi til að ná fram pólitískum markmiðum sínum.

Í langan tíma hefur Evrópa ekki staðið andspænis slíkri ógn – staðreyndin er auðvitað sú að önnur ríki í álfunni eru ekki tilbúin að beita hervaldi eða fara í stríð.

Hvað er þá til ráða?

Ein pólitísk afleiðing af framferði Rússa í Úkraínu er sú að styrkja tengslin milli Bandaríkjanna og Þýskalands. Angela Merkel fer til Washington og þar fagnar Obama henni – nú er ekki minnst á símhleranirnar sem vörpuðu skugga á samskipti ríkjanna fyrr á þessu ári. Á þessum tímapunkti er mikilvægt fyrir Washington og Berlín að sýna samstöðu.

Ógnanir Pútínstjórnarinnar halda áfram – í vikulokin, þegar Rússar fagna sigrinum yfir Hitlers-Þýskalandi, er boðað til hersýningar á Krímskaga. Vopnaskakið heldur semsagt áfram. Þetta er dálítil breyting frá  því sem var fyrir fjórum árum þegar sjálf Angela Merkel sat á heiðurspalli í Moskvu og fylgdist með hersýningunni, þá voru 65 ár liðin frá stríðslokum. Slíkt væri óhugsandi nú.

Í Þýskalandi velta menn eðlilega fyrir sér atburðarásinni. Jon Fleischhauer skrifar í Spiegel og segir að Pútín sé ekki póst-kommúnisti, eins og hluti vinstrisins hafi tilhneigingu til að álykta og verji hann þess vegna, heldur sé hann póst-fasisti. Það þurfi helst að leita til Ítalíu á uppgangstíma Mussolinis til að finna hliðstæðurnar. Þarna sé svipuð dýrkun á líkamlegum styrk, fyrirlitning á lýðræði og vestrænu þingræði, öfgafull þjóðernishyggja og orðræða sem byggir á miklli sjálfsupphafningu.

Það verði að hlusta á það sem Pútín sjálfur segir í viðtölum, það dugi ekki að einblína á landvinningastefnu hans, viljann til að endurheimta landamæri Sovétríkjanna. Hugmyndafræðin skipti líka máli. Pútín sé sífellt að tala um sérstöðu rússnesku þjóðarinnar, að hún sé öðruvísi en aðrar þjóðir, að hún hafi sögulegt hlutverk. Rússar hafi innri styrk – sál sem er ólík því sem þekkist í vestrinu. Á Vesturlöndum séu menn ofurseldir efnishyggju, þar hafi kvenleg gildi og veiklun náð undirtökunum – ólíkt því sem er í Rússlandi þar sem æðri siðferðisgildi séu í heiðri höfð.

Lögin sem Pútín setti gegn samkynhneigðum marka tímamót, segir Fleischhauer. Þar sést greinilegast uppgangur hins nýja Rússlands. Þegar menn fara að trúa því að ákveðnir hópar séu óæðri – eru þeir sjálfir farnir að trúa því að þeir séu æðri. Pútín talar um Rússland  sem „Þriðju Róm“ – og hann vill stöðva vestræna hnignun við landamæri ríkis síns.

Fleischhauer skrifar:

„Dauðinn er hræðilegur, er það ekki?“ spurði Pútín áhorfendur í lok sjónvarpsviðtals. „En, nei, kannski er hann fagur ef hann þjónar fólkinu? Að deyja fyrir vini sína, að deyja fyrir fólkið sitt eða ættlandið?“ Þetta er eins fasískt og það getur orðið.

Greinarhöfundurinn segir að vinstrið í Þýskalandi hafi ósjálfráða tilhneigingu til að taka málstað Rússa, það eigi sér sögulegar skýringar. En í raun sé það ysta hægrið í Evrópu sem finni mestan samhljóm með Pútín. Þarna er maður sem deilir fordómum þess og þráhyggjum. Pútín virðist skilja þetta sjálfur, því hann hefur talaði nýskeð um að endurskoðun á gildismati Evrópu sé hafin og benti þar á sigur flokks Victors Orbans í Ungverjalandi og velgengni Marine Le Pen í Frakklandi.

df2e65e7e02519911630ef0d64608578ba6bdfd0

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Foringjakreppa í flokknum

Óttar Guðmundsson skrifar: Foringjakreppa í flokknum
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Lára Björg ráðin verkefnastjóri miðlunar og samskipta hjá Háskólanum í Reykjavík 

Lára Björg ráðin verkefnastjóri miðlunar og samskipta hjá Háskólanum í Reykjavík 
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Raunverulegur tilgangur málþófsins – andspyrnuhópur vill skipta um formann

Orðið á götunni: Raunverulegur tilgangur málþófsins – andspyrnuhópur vill skipta um formann
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Segir stjórnarandstöðuna vannýtta auðlind og vill „lottóvæða“ þingmenn

Segir stjórnarandstöðuna vannýtta auðlind og vill „lottóvæða“ þingmenn
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Skortur á manngildishugsjón

Björn Jón skrifar: Skortur á manngildishugsjón
Eyjan
Fyrir 1 viku

Flutti sögulega jómfrúarræðu á Alþingi í gær og fetaði í fótspor móður sinnar

Flutti sögulega jómfrúarræðu á Alþingi í gær og fetaði í fótspor móður sinnar