fbpx
Þriðjudagur 08.júlí 2025
Eyjan

Þegar hertoginn kom til Íslands

Egill Helgason
Þriðjudaginn 22. apríl 2014 20:39

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Pathé kvikmyndafyrirtækið í Bretlandi hefur sett á netið talsvert af efni sem tengist Íslandi og má finna það á YouTube. Það nær alveg aftur til áranna fyrir stríð, en svo er líka yngra efni eins og frá heimsókn Filippusar hertoga af Edinborg til Íslands 1964.

Ég man eftir því að hafa verið barn á Austurvelli þegar hertoganum, eiginmanni Elísabetar drottningar, var fagnað. Hann kom út á svalir Alþingishússins með Ásgeiri Ásgeirssyni forseta. Þetta má sjá á myndunum og einnig þar sem Ásgeir og Bjarni Benediktsson forsætisráðherra taka á móti Filippusi í Reykjavíkurhöfn.

Þetta hefur verið mikil viðhöfn fyrir ekki meiri valdamann, en kannski hefur heimsóknin þótt mikilvæg í ljósi þess að ekki var langt síðan að lauk öðru þorskastríðinu, þegar Íslendingar færðu landhelgina út í 12 mílur. Filippus kom siglandi til Íslands og í myndinni eru einmitt sýndir breskir sjómenn á togara við Íslands – vinnubrögðin eru býsna fornleg.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Ný vonarstjarna Demókrata gæti komist í mikilvægt embætti – Trumpistar kalla hann „hryðjuverkamann“

Ný vonarstjarna Demókrata gæti komist í mikilvægt embætti – Trumpistar kalla hann „hryðjuverkamann“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Veiðigjaldafrumvarpið: Harðlínumennirnir hafa undirtökin innan SFS – málflutningurinn heldur ekki vatni

Veiðigjaldafrumvarpið: Harðlínumennirnir hafa undirtökin innan SFS – málflutningurinn heldur ekki vatni
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Heillandi fól

Óttar Guðmundsson skrifar: Heillandi fól
Eyjan
Fyrir 1 viku

Safna undirskriftum til að skora á Alþingsmenn að stöðva málþófið

Safna undirskriftum til að skora á Alþingsmenn að stöðva málþófið