fbpx
Þriðjudagur 08.júlí 2025
Eyjan

Guðni vekur ótta

Egill Helgason
Mánudaginn 21. apríl 2014 17:50

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er náttúrlega mjög sérkennileg staða ef báðir ríkisstjórnarflokkarnir – stærstu flokkar Íslands í síðustu þingkosningum – ætla að bjóða fram landsbyggðarmenn í fyrsta sæti í borgarstjórnarkosningum.

Því þótt Guðni búi í blokk í Skuggahverfi, þá var hann þingmaður landsbyggðar, hefur verið eindreginn talsmaður hennar, bænda og búfjár.

En það er greinilegt að hugsanleg innkoma Guðna í borgarmálin er hefur komið miklu róti á hugi margra. Maður sér þess víða stað á internetinu, ekki síst í röðum Samfylkingarfólks og VG-ara. Maður skynjar beinlínis ótta.

Björn Valur Gíslason, varaformaður VG, skrifar á vefinn Herðubreið:

Það var t.d. mikið hlegið á nokkrum borðum á herrakvöldinu stuttu fyrir síðustu sveitastjórnarkosningar þegar Guðni skemmti viðstöddum með bröndurum af „[….] á henni Hönnu Birnu“ og bólförum Sóleyjar Tómasdóttur sem báðar voru þá að sækjast eftir kjöri í borgarstjórn. Það voru aldeilis gamansögur sem Guðni gæti fært inn í sali borgarstjórnar í vor.

Ekki segir neitt um hvenær þessi meintu og vægast sagt ósmekklegu ummæli Guðna eiga að hafa fallið eða hvort þetta er heilaspuni úr Birni Val, en ummælin eru ítrekuð í greinarkorni eftir Karl Th. Birgisson, ritstjóra Herðubreiðar og eru þar komin í fyrirsögn.

Þar er reyndar líka tekinn upp annar þráður frá Birni Val. Þar segir:

Björn Valur rifjar einnig upp meðferð á andvirði sölu á Lánasjóði landbúnaðarins, sem Guðni hafði umsjón með sem landbúnaðarráðherra. Ríkisendurskoðun gerði athugasemd við þá ákvörðun ráðuneytisins að ávaxta 214 milljónir króna í bankabréfum hjá Kaupþingi banka í stað þess að skila fénu til ríkisféhirðis lögum samkvæmt. Stærsti hluti þessa fjár tapaðist við fall bankans.

Aðrir eru farnir að lýsa yfir stuðningi við Guðrúnu Bryndísi Karlsdóttur, sem skipar annað sætið á lista Framsóknarflokksins. Þetta eru reyndar ekki kjósendur Framsóknar, heldur svarnir andstæðingar flokksins, til að mynda bloggarinn Lára Hanna Einarsdóttir sem skrifar:

Framsóknarflokknum í Reykjavík býðst að setja fullkomlega frambærilega, vel menntaða konu í fyrsta sætið. Hún heitir Guðrún Bryndís Karlsdóttir, sjúkraliði og verkfræðingur sem hefur mikla þekkingu á skipulagsmálum í Reykjavík ásamt fleiru.

Eitt hefur Framsókn að minnsta kosti tekist – að eiga fréttirnar nú yfir páskana.

gudni-1

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Ný vonarstjarna Demókrata gæti komist í mikilvægt embætti – Trumpistar kalla hann „hryðjuverkamann“

Ný vonarstjarna Demókrata gæti komist í mikilvægt embætti – Trumpistar kalla hann „hryðjuverkamann“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Veiðigjaldafrumvarpið: Harðlínumennirnir hafa undirtökin innan SFS – málflutningurinn heldur ekki vatni

Veiðigjaldafrumvarpið: Harðlínumennirnir hafa undirtökin innan SFS – málflutningurinn heldur ekki vatni
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Heillandi fól

Óttar Guðmundsson skrifar: Heillandi fól
Eyjan
Fyrir 1 viku

Safna undirskriftum til að skora á Alþingsmenn að stöðva málþófið

Safna undirskriftum til að skora á Alþingsmenn að stöðva málþófið