fbpx
Mánudagur 07.júlí 2025
Eyjan

Þegar Mogginn var í Miðbænum

Egill Helgason
Föstudaginn 21. mars 2014 23:34

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þessa mynd er að finna á vefnum Gamlar ljósmyndir.

Þarna sést Moggahöllin, órifinn Fjalaköttur, Hallærisplanið.

Árið er líklega 1976. Maður sér að á litla húsinu sem hýsti minjagripaverslun (sem síðar fjölgaði ört) eru auglýsingar frá leikhúsunum. Leikfélag Reykjavíkur er þarna að sýna Equus, það var mjög vinsæl sýning sem var sett upp þetta ár. Ég næ ekki að greina hvaða aðrar sýningar hafa verið í boði.

Á þessum árum var verslunarrýmið í Moggahúsinu kallað Vesturver. Þar var þegar ég fór að muna eftir mér leikfangaverslun, hljómplötubúð, lítil bókaverslun og svo opnaði í kjallaranum glæsileg verslun með tískufatnað fyrir ungt fólk sem nefndist Adam.

Lýsingin í Adam var fjólublá og stólarnir í búðinni voru djúpir og mjög eftirminnilegir. Maður gerði sér sérstaka ferð í Adam til að komast í snertingu við töffheit.

Þarna er Morgunblaðið á hápunkti veldis síns, í stórhýsi í Miðbænum. Gamlir Moggamenn sem ég þekki sakna þessa húss og þessa tíma.

Svo var allt í einu rokið til og byggt hús fyrir Moggann í Nýja Miðbænum, eins og það var kallað, í Kringlumýrinni. Þaðan fór blaðið svo út fyrir bæinn – alla leið upp í Hádegismóa.

Eftir á að hyggja finnst manni það hafa verið tómur misskilningur.

En þarna stendur Fjalakötturinn ennþá. Hann var rifinn 1985. Þá var húsfriðun ennþá umdeilt mál, þessi stóra bygging var í niðurníðslu, eigendur hússins réðu illa við að halda því í viðunnandi ástandi.

Síðar var Fjalakötturinn endurbyggður í nokkuð breyttri mynd, utar í Aðalstrætinu, en það er ekki það sama.

Á þessu svæði, þar sem Austurstrætið mætti Aðalstræti er nú hryggðarmyndin Ingólfstorg, eitt ljótasta bæjartorg á norðurhveli jarðar og þótt víðar sé leitað. Meira að segja þetta var skárra en það.

1891472_10203230547148207_560080766_o-1

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Segir stjórnarandstöðuna vannýtta auðlind og vill „lottóvæða“ þingmenn

Segir stjórnarandstöðuna vannýtta auðlind og vill „lottóvæða“ þingmenn
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Golfhöggið á Hönnu Katrínu geigaði – „Kannski komumst við í fyrramálið“

Golfhöggið á Hönnu Katrínu geigaði – „Kannski komumst við í fyrramálið“
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Steindautt samband

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Steindautt samband
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Þetta er ræðukóngurinn á yfirstandandi þingi – 10 málglöðustu þingmennirnir hafa samtals talað í 182,4 klukkustundir

Þetta er ræðukóngurinn á yfirstandandi þingi – 10 málglöðustu þingmennirnir hafa samtals talað í 182,4 klukkustundir
Eyjan
Fyrir 1 viku

Flutti sögulega jómfrúarræðu á Alþingi í gær og fetaði í fótspor móður sinnar

Flutti sögulega jómfrúarræðu á Alþingi í gær og fetaði í fótspor móður sinnar
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Krónutjónið nemur 500 milljörðum árlega

Sigmundur Ernir skrifar: Krónutjónið nemur 500 milljörðum árlega
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Ágúst Borgþór skrifar: Hrausti sjúklingurinn – Erum við að tala niður heilbrigðiskerfið?

Ágúst Borgþór skrifar: Hrausti sjúklingurinn – Erum við að tala niður heilbrigðiskerfið?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Bygging á Orkureitnum fær Svansvottun 4 fyrst allra húsa á Norðurlöndunum

Bygging á Orkureitnum fær Svansvottun 4 fyrst allra húsa á Norðurlöndunum