fbpx
Sunnudagur 06.júlí 2025
Eyjan

Vetrarólympíuleikar í gamla daga

Egill Helgason
Laugardaginn 22. febrúar 2014 02:14

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þetta eru mynd frá Vetrarólympíuleikum í upphafi 17. aldar eftir hollenska málarann Henrik Avercamp.

Avercamp málaði fjölda mynda af þessu tagi, fólk á ís var aðalviðfangsefni hans. Það var kuldaskeið þegar hann var uppi, á vetrum lá ís á vötnum og síkjum í Hollandi.

Fyrri myndin er tímasett 1608.

 

Hendrick_Avercamp_-_Winterlandschap_met_ijsvermaak

 

Seinni myndin er frá sirka 1625. Hún sýnir menn á ís sem leika íþrótt sem kallast „kolf“. Búningur leikmannsins hefði varla verið Vladimír Pútín að skapi.

 

800px-Hendrick_Avercamp,_Kolfspelers_op_het_ijs,_Circa_1625

 

Myndir Avercamps eru ansi merkilegar. Í þeim er mikill fjöldi fólks, rétt eins og í myndum Pieters Breugel sem var nokkuð eldri. Yfirleitt er sjónarhornið að ofan og fólk í myndunum er mjög upptekið við iðju sína eins og sjá má ef smáatriðin eru skoðuð. Avercamp var heyrnarlaus og sagður hafa lifað í sínum eigin heimi – ísinn og vetrarleikirnir munu hafa minnt hann á hamingjusama bernskudaga.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Heillandi fól

Óttar Guðmundsson skrifar: Heillandi fól
Eyjan
Fyrir 1 viku

Safna undirskriftum til að skora á Alþingsmenn að stöðva málþófið

Safna undirskriftum til að skora á Alþingsmenn að stöðva málþófið