Þetta eru mynd frá Vetrarólympíuleikum í upphafi 17. aldar eftir hollenska málarann Henrik Avercamp.
Avercamp málaði fjölda mynda af þessu tagi, fólk á ís var aðalviðfangsefni hans. Það var kuldaskeið þegar hann var uppi, á vetrum lá ís á vötnum og síkjum í Hollandi.
Fyrri myndin er tímasett 1608.
Seinni myndin er frá sirka 1625. Hún sýnir menn á ís sem leika íþrótt sem kallast „kolf“. Búningur leikmannsins hefði varla verið Vladimír Pútín að skapi.
Myndir Avercamps eru ansi merkilegar. Í þeim er mikill fjöldi fólks, rétt eins og í myndum Pieters Breugel sem var nokkuð eldri. Yfirleitt er sjónarhornið að ofan og fólk í myndunum er mjög upptekið við iðju sína eins og sjá má ef smáatriðin eru skoðuð. Avercamp var heyrnarlaus og sagður hafa lifað í sínum eigin heimi – ísinn og vetrarleikirnir munu hafa minnt hann á hamingjusama bernskudaga.