fbpx
Sunnudagur 06.júlí 2025
Eyjan

Seðlabankastjóri og pólitíkin

Egill Helgason
Mánudaginn 17. febrúar 2014 15:49

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hvenær eru menn pólitískt skipaðir og hvenær eru menn ekki pólitískt skipaðir?

Mörkin milli þessa geta auðvitað verið nokkuð óljós – ráðherrar skipa í embætti, eða hafa síðasta orðið um hverjir fá þau, er þá skipunin ekki pólitísk?

Þó er ekki víst að þetta sé nothæft viðmið.

Tökum til dæmis Má Guðmundsson seðlabankastjóra. Hann var skipaður í embætti sitt sumarið 2009 – af Jóhönnu Sigurðardóttur, þáverandi forsætisráðherra.

Um það hefur verið deilt að hversu miklu leyti var búið að merkja stöðuna handa Má áður en ráðningin átti sér stað. Slíkt er ekkert nýtt hjá ríkinu, það er sett í gang ráðningarferli, en í rauninni er búið að ákveða málalyktir.

Þegar ráðið var í stöðu seðlabankastjórans 2009 birtist eftirfarandi fréttatilkynning:

„Forsætisráðherra hefur skipað Jónas Haralz, hagfræðing, formann nefndar sem leggja ber mat á hæfni umsækjanda um embætti seðlabankastjóra og aðstoðarseðlabankastjóra. Auk Jónasar skipa nefndina Guðmundur K. Magnússon fyrrverandi rektor Háskóla Íslands, tilnefndur af samstarfsnefnd háskólastigsins og Lára V. Júlíusdóttir, hæstaréttarlögmaður, tilnefnd af bankaráði Seðlabanka Íslands. Við mat á hæfni umsækjanda skal nefndin m.a. hafa til hliðsjónar menntun, starfsferli, reynslu og þekkingu á fjármálastarfsemi og efnahags- og peningamálum, stjórnunarhæfileika og hæfni í mannlegum samskiptum. Nefndin skal skila umsögnum sínum til forsætisráðuneytisins eigi síðar en 5. júní nk.“

Þessi nefnd, þar sem sátu tveir virtir hagfræðingar, birti síðar niðurstöður sínar og sagði þar:

Um embætti seðlabankastjóra sóttu 8 einstaklingar sem uppfylltu menntunarskilyrði laga, taldir upp í þeirri röð sem umsóknir voru lagðar fyrir nefndina, þ.e. aldursröð: Tryggvi Pálsson, Jóhann Rúnar Björgvinsson, Þorvaldur Gylfason, Már Guðmundsson, Arnór Sighvatsson, Rannveig Sigurðardóttir, Yngvi Örn Kristinsson og Ásgeir Jónsson. Nefndin mat 2 þeirra mjög vel hæfa, 3 vel hæfa og 3 hæfa. Þeir umsækjendur sem nefndin mat mjög vel hæfa til að gegna embætti seðlabankastjóra eru Már Guðmundsson og Arnór Sighvatsson.

Pólitík? Ja, svari nú hver fyrir sig, en þá ekki af sama tagi og þegar stjórnmálamenn eins og Steingrímur Hermannsson, Finnur Ingólfsson, Birgir Ísleifur Gunnarsson, Tómas Árnason og Davíð Oddsson voru settir inn í téðan Seðlabanka.

Nú verður hugsanlega skipt um Seðlabankastjóra eða þeim fjölgað. Má þá ekki búast við að fari í gang svipað ferli og er lýst hér að ofan, þar sem umsækjendur eru vegnir og metnir af grandvörum og óvilhöllum nefndarmönnum – líkt og Guðmundi Magnússyni og Jónasi heitnum Haralz?

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Finnst sjálft lýðræðið vera undir á Alþingi

Finnst sjálft lýðræðið vera undir á Alþingi
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Bryndís sagði málþóf séríslenskt fyrirbæri og taldi rétt að beita 71. grein – Undirbýr nú 32. ræðu sína um veiðigjaldið

Bryndís sagði málþóf séríslenskt fyrirbæri og taldi rétt að beita 71. grein – Undirbýr nú 32. ræðu sína um veiðigjaldið
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Jón Gnarr spenntur fyrir málþófinu í dag – „Ég veit að það er mikil spenna yfir því að minnsta kosti innanhúss“

Jón Gnarr spenntur fyrir málþófinu í dag – „Ég veit að það er mikil spenna yfir því að minnsta kosti innanhúss“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ný vonarstjarna Demókrata gæti komist í mikilvægt embætti – Trumpistar kalla hann „hryðjuverkamann“

Ný vonarstjarna Demókrata gæti komist í mikilvægt embætti – Trumpistar kalla hann „hryðjuverkamann“