fbpx
Sunnudagur 06.júlí 2025
Eyjan

Fortíðarfíkn eftir útnefningaspillingu

Egill Helgason
Mánudaginn 17. febrúar 2014 19:48

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mér finnst fremur ógeðfellt að eiga orðastað við fólk sem felur sig á bak við nafnleynd.

Viðskiptablaðið birtir af einhverjum ástæðum pistla eftir höfunda sem kalla sig Tý og Óðin – maður sér í raun enga ástæðu fyrir því að þessir pistlar séu nafnlausir nema hugleysi. Skríbentarnir leggja ekki í að standa fyrir skoðunum sínum undir fullu nafni, þeir vilja í raun ekki kannast við þær.

Það dregur verulega úr gildi skrifanna.

En ég ætla samt að gera nokkrar aðfinnslur við pistil eftir Tý sem hefur verið dreift nokkuð á Facebook í dag. Þar er fjallað um ráðningu seðlabankastjóra sem er mál málanna í dag.

Af lestri pistilsins má ráða að engin sérstök ástæða sé til að ráða menn með sérfræðiþekkingu í stöðu eins og þessa – þeim geti nefnilega skjátlast eins og öðrum.

Með þessari lógík er reyndar hægt að halda því fram að öll menntun og þekking sé meira og minna óþörf.

Síðan er farið út í fabúleringar um að Már Guðmundsson sé barasta stjórnmálamaður – af því hann var í Alþýðubandalaginu fyrir meira en 20 árum. Og þar á eftir er farið að telja upp seðlabankastjóra sem eru ekki hagfræðimenntaðir, líklega til að sanna þrátt fyrir allt sé nú í lagi að skipa pólitíkusa í stöður af þessu tagi eins og lengi tíðkaðist á Íslandi. Hið röklega samhengi er oft dálítið óljóst.

Þarna eru nefnd nokkur dæmi eins og Jean Claude Trichet, fyrrverandi forstjóri Evrópska seðlabankans, Wim Duisenberg, forveri hans, og seðlabankastjóri Luxemborgar, nafn hans er ekki að finna í greininni en hann heitir Gaston Reinesch.

Greinarhöfundur hefur ekki skoðað þetta sérlega vel. Reinesch er menntaður í hagfræði og stærðfræði, meðal annars í London School of Economics, en var um langt árabil ráðuneytisstjóri í fjármálaráðuneyti Lúxemborgar. Wim Duisenberg var fjármálaráðherra í Hollandi áður en hann varð bankastjóri Evrópska seðlabankans, en þar áður var hann búinn að taka doktorspróf í hagfræði og starfa meðal annars fyrir Alþjóða gjaldeyrissjóðinn. Trichet var með menntun frá bæði Sciences Po og ENA í París, þetta eru ofurskólarnir sem búa menn undir störf í franska stjórnkerfinu.

Þarna er líka farið út í að telja upp nöfn bandarískra seðlabankastjóra til að vekja athygli á tengslum þeirra við stjórnmálaflokka. Og jú, vissulega eru þeir skipaðir af forsetum Bandaríkjanna. Það gerist þó ekki fyrr en eftir yfirheyrslur í þingnefndum þar sem er skoðaður ferill og hæfni viðkomandi. Og þá er ekki nóg að hafa bara verið í rétta flokknum.

Janet Yellen, hinn nýi seðlabankastjóri á langan akademískan feril, hún er með PhD frá Yale, Ben Bernanke er með PhD frá MIT, hann var prófessor í Princeton og ráðgjafi forseta, Alan Greenspan er með PhD frá New York University.

Ekkert af þessu fólki er óskeikult og það hefur staðið sig mjög misjafnlega vel. En það eru ekki afsökun fyrir því að við getum haft sérkerfi hér þar sem ekki er spurt um menntun og hæfni, heldur geti stjórnmálaflokkar raðað fólki að vild inn í helstu stofnanir samfélagsins.

Ég er heldur ekki að segja að það standi til. Við erum komin framhjá þeim punkti. En þeir eru til sem af einhverjum ástæðum vilja verja gamalt, ónýtt og sorglegt kerfi, eins og einstaklingurinn sem kallar sig Tý og er ekki sterkari í skoðunum sínum en hann áræðir ekki að kannast við þær. Kannski er bara hægt að skýra þetta með fortíðarfíkn – eftir því sem hefur verið nefnt útnefningaspilling og færði okkur menn eins og Steingrím, Finn og Davíð í Seðlabankann af þeirri einu ástæðu að þetta var feitasta djobbið sem bauðst þegar þeir vildu komast út úr pólitíkinni?

10248702_h19685109_wide-c181a19093a9e5c388f6bfc2659ae9be11d98771

Janet Yellen er hinn nýi seðlabankastjóri Bandaríkjanna. Áður en hún tekur við embætti fer hún í strangar yfirheyrslur fyrir þingnefndum. Yfirheyrslan í fulltrúadeildinni stóð í sex tíma.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Finnst sjálft lýðræðið vera undir á Alþingi

Finnst sjálft lýðræðið vera undir á Alþingi
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Bryndís sagði málþóf séríslenskt fyrirbæri og taldi rétt að beita 71. grein – Undirbýr nú 32. ræðu sína um veiðigjaldið

Bryndís sagði málþóf séríslenskt fyrirbæri og taldi rétt að beita 71. grein – Undirbýr nú 32. ræðu sína um veiðigjaldið
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Jón Gnarr spenntur fyrir málþófinu í dag – „Ég veit að það er mikil spenna yfir því að minnsta kosti innanhúss“

Jón Gnarr spenntur fyrir málþófinu í dag – „Ég veit að það er mikil spenna yfir því að minnsta kosti innanhúss“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ný vonarstjarna Demókrata gæti komist í mikilvægt embætti – Trumpistar kalla hann „hryðjuverkamann“

Ný vonarstjarna Demókrata gæti komist í mikilvægt embætti – Trumpistar kalla hann „hryðjuverkamann“