fbpx
Sunnudagur 06.júlí 2025
Eyjan

Argentína – víti til varnaðar

Egill Helgason
Mánudaginn 17. febrúar 2014 12:31

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

The Economist birtir leiðara um Argentínu, þetta stóra land sem eitt sinn var vonarstjarna Suður-Ameríku, með hærri þjóðartekjur en Þýskaland og Frakkland. Argentína laðaði til sín fólk rétt eins og Kalífornía.

En málin þróuðust á verri veg, Economist segir að mesti óttinn í ríkjum eins og Spáni og Grikklandi séu að þau fari að líkjast Argentínu, fremur en að fasismi eða alræði nái þar tökum.

Argentína hefur upplifað langvarandi hnignun sem Economist segir að stafi af pópúlískum og heimóttarlegum stjórnmálamönnum, heimatilbúnum lausnum, veikum stofnunum, eilífri tilhneigingu til að horfast ekki í augu við staðreyndir og því hversu landið sé háð fáum auðlindum.

Þannig sé Argentína land sem er fast í fortíðinni. Ekkert skelfilegt hafi gerst, enginn einstakur atburður, heldur hafi hnignunin komið smátt og smátt, til dæmis er nefnt að stjórnmálamenn í Argentínu séu hrifnari af skyndilausnum en alvöru umbótum.

4326916269441f14350f6a7067004cbc[1]

Argentína á í krónískri gjaldmiðilskreppu. Mynd úr búðarglugga í Buenos Aires þar sem er birt verð í erlendum gjaldmiðlum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Finnst sjálft lýðræðið vera undir á Alþingi

Finnst sjálft lýðræðið vera undir á Alþingi
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Bryndís sagði málþóf séríslenskt fyrirbæri og taldi rétt að beita 71. grein – Undirbýr nú 32. ræðu sína um veiðigjaldið

Bryndís sagði málþóf séríslenskt fyrirbæri og taldi rétt að beita 71. grein – Undirbýr nú 32. ræðu sína um veiðigjaldið
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Jón Gnarr spenntur fyrir málþófinu í dag – „Ég veit að það er mikil spenna yfir því að minnsta kosti innanhúss“

Jón Gnarr spenntur fyrir málþófinu í dag – „Ég veit að það er mikil spenna yfir því að minnsta kosti innanhúss“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ný vonarstjarna Demókrata gæti komist í mikilvægt embætti – Trumpistar kalla hann „hryðjuverkamann“

Ný vonarstjarna Demókrata gæti komist í mikilvægt embætti – Trumpistar kalla hann „hryðjuverkamann“