fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
Eyjan

Sérostar

Egill Helgason
Fimmtudaginn 6. febrúar 2014 18:33

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hér er skemmtileg frétt um osta.

Haraldur Benediktsson, alþingismaður, varaformaður atvinnuveganefndar Alþingis og fyrrverandi formaður Bændasamtakanna, segist verða var við að kallað sé eftir „sérostum“ eins og hann orðar það.

Sérostar – það er merkilegt orð.

Sérostar eru þá væntanlega þeir ostar sem eru framleiddir erlendis. Við höfum þá franska sérosta, ítalska sérosta, hollenska og danska sérosta.

Ostar sem eru framleiddir á Íslandi eru hins vegar ekki sérostar. Þeir eru eiginlegir ostar. Það mætti jafnvel segja að þeir séu frumostar.

Þeir bera samt ýmis erlend nöfn eins og camenbert, brie, feta, mozzarella, gouda og kotasæla (cottage cheese). En þeir eru ekki ógerilsneyddir, ó nei.

Haraldur segir líka að hann kannist ekki við að það sé forgangsmál á Íslandi að fá „buffalóaosta“.

Buffalaostar eru meðal annars mozarella sem er vinsæll í matargerð.

Þetta er örugglega rétt hjá Haraldi. Þarna er ekkert forgangsmál. Ekki fremur en það er forgangsmál að flytja inn allar þessar tegundir af þvottaefni, kexi og bílum og fleiru sem var gjarnan kvartað undan í Þjóðviljanum í gamla daga. Við getum vel lifað án þess, eins og við lifðum þegar var bara ein sjónvarpsstöð, fólk gekk í Gefjunarfötum og drakk Bragakaffi frá Sambandinu.

frenchcheese_map

Ýmsir franskir sérostar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

Julian McMahon látinn
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Veiðigjaldafrumvarpið: Harðlínumennirnir hafa undirtökin innan SFS – málflutningurinn heldur ekki vatni

Veiðigjaldafrumvarpið: Harðlínumennirnir hafa undirtökin innan SFS – málflutningurinn heldur ekki vatni
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Að standa með liðinu eða standa með grundvallarréttindum – hvað varð um Piers Morgan?

Að standa með liðinu eða standa með grundvallarréttindum – hvað varð um Piers Morgan?
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Falsfréttir og væl virka ekki – málatilbúnaði Sjálfstæðisflokksins hafnað í nýrri könnun

Svarthöfði skrifar: Falsfréttir og væl virka ekki – málatilbúnaði Sjálfstæðisflokksins hafnað í nýrri könnun
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Ágúst Borgþór skrifar: Hrausti sjúklingurinn – Erum við að tala niður heilbrigðiskerfið?

Ágúst Borgþór skrifar: Hrausti sjúklingurinn – Erum við að tala niður heilbrigðiskerfið?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þorbjörg Sigríður: Ríkisstjórnin klárar stóru málin – fólk kann að meta breytingarnar sem fylgja stjórninni

Þorbjörg Sigríður: Ríkisstjórnin klárar stóru málin – fólk kann að meta breytingarnar sem fylgja stjórninni
Eyjan
Fyrir 1 viku

Saka Heiðrúnu Lind um alvarlegar rangfærslur – „Notast áfram við tölur sem hún veit að eru ekki þær réttu“

Saka Heiðrúnu Lind um alvarlegar rangfærslur – „Notast áfram við tölur sem hún veit að eru ekki þær réttu“