Grétar Þór Eyþórsson, stjórnmálafræðingur og prófessor við Háskólann á Akureyri, hefur tekið saman þetta meðaltal kannana síðan í kosningunum 2013. Hann birtir þetta á Facebook með þessum skýringatexta:
Hér hef ég tekið saman vegið meðaltal niðurstaðna allra kannana á fylgi flokka frá kosningunum 2013. Vegið er eftir fjölda svarenda. Um er að ræða alls 24 kannanir á tímabilinu. Meðaltal hvers mánaðar er reiknað. Myndin ætti að gefa vel til kynna hvaða sveiflur og hvaða tilhneigingar hafa verið í gangi frá kosningum.