fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
Eyjan

Tvær sjávarútvegsfréttir

Egill Helgason
Laugardaginn 1. febrúar 2014 13:40

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tvær fréttir úr sjávarútvegnum vekja athygli í dag.

Annars vegar er það Kolbeinn Árnason, hinn nýi framkvæmdastjóri LÍÚ, sem segir beinum orðum að ESB sé ekki óvinurinn í makríldeilunni heldur Norðmenn:

 Það er eiginlega orðið þannig að það er Noregur. Við náðum niðurstöðu með Evrópusambandinu eða sameiginlegum skilningi í haust  um það hvernig mætti leysa þetta, Færeyingar eru komnir um borð og fylgja okkur í þessu en Noregur er alveg þver í þessu.

Hins vegar er það fréttin um sölu Stálskipa í Hafnarfirði. Forsvarsmenn fyrirtækisins hafa verið einhverjir hörðustu verjendur kvótakerfisins. Nú selja þeir skip til Rússlands og kvóta til Síldarvinnslunnar og Útgerðarfélags Akureyringa. Hafnarfjarðarbær hefur áhyggjur og vill reyna að halda kvótanum innan bæjarfélagsins. Þetta er gömul saga og ný.

Og þar er athyglisvert að í fréttinni segir að eigendur Stálskipa ætli að nota peningana til að snúa sér að fasteignaviðskiptum. Þannig verður haldið áfram að blása út bóluna sem er að myndast á fasteignamarkaði.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Steindautt samband

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Steindautt samband
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Þetta er ræðukóngurinn á yfirstandandi þingi – 10 málglöðustu þingmennirnir hafa samtals talað í 182,4 klukkustundir

Þetta er ræðukóngurinn á yfirstandandi þingi – 10 málglöðustu þingmennirnir hafa samtals talað í 182,4 klukkustundir
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Að standa með liðinu eða standa með grundvallarréttindum – hvað varð um Piers Morgan?

Að standa með liðinu eða standa með grundvallarréttindum – hvað varð um Piers Morgan?
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Björn Jón skrifar: Skortur á manngildishugsjón

Björn Jón skrifar: Skortur á manngildishugsjón
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Ágúst Borgþór skrifar: Hrausti sjúklingurinn – Erum við að tala niður heilbrigðiskerfið?

Ágúst Borgþór skrifar: Hrausti sjúklingurinn – Erum við að tala niður heilbrigðiskerfið?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Bygging á Orkureitnum fær Svansvottun 4 fyrst allra húsa á Norðurlöndunum

Bygging á Orkureitnum fær Svansvottun 4 fyrst allra húsa á Norðurlöndunum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Saka Heiðrúnu Lind um alvarlegar rangfærslur – „Notast áfram við tölur sem hún veit að eru ekki þær réttu“

Saka Heiðrúnu Lind um alvarlegar rangfærslur – „Notast áfram við tölur sem hún veit að eru ekki þær réttu“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Skotin ganga á víxl á Alþingi – Stjórnarandstaðan móðguð út í Ingu og Kristrúnu

Skotin ganga á víxl á Alþingi – Stjórnarandstaðan móðguð út í Ingu og Kristrúnu