Ekki tókst að finna höggstað á Ólafi Ragnari Grímssyni með fyrirspurn um ferðalög hans. Fyrirspurnin um þau virkar frekar eins og klámhögg.
Það er ekkert óeðlilegt við að forseti sé erlendis 95 daga á ári. Annars vegar á hann jú erlenda konu og hins vegar er hann helsti stjórnandi utanríkisstefnu Íslands.
Ferðir Ólafs eru heldur ekki að kosta skattgreiðendur mikið. Ferðakostnaður hans til Króatíu þegar fótboltalandsliðið spilaði þar er meira að segja svo lágur að aðdáunarvert hlýtur að teljast.
Forsetar eru raunar í þeirri stöðu að þeim er gjarnan boðið. Þannig er það um Ólaf Ragnar, hann ferðast um heiminn í boði annarra, flýgur með flugfélögum, gistir á hótelum, borðar á veitingahúsum.
Ferðalög hans eru semsagt ekki vandamál í sjálfu sér – kannski frekar spurning um það sem hann er að segja á ferðum sínum.