Það er eiginlega stórmerkilegt að jafn fráleitar framkvæmdir og mislæg gatnamót við Kringlumýrarbraut og Miklubraut skuli aftur vera komin á dagskrá.
En það er þannig með sumar hugmyndir að erfitt er að kveða þær í kútinn. Stundum stinga þær aftur upp kollinum vegna þekkingarleysis – stundum eru það flokkshagmunir eða pópúlismi.
Mislæg gatnamót þarna eru rándýr framkvæmd, en þau myndu vissulega flýta för bifreiða þar í gegn.
Vandinn er bara sá að þá færist umferðarþunginn – sem mundi aukast vegna gatnamótanna – á annan stað í götunni.
Þar er kaflinn milli gama Lídós – nú húsnæði 365 – og Snorrabrautar. Þarna er að finna gatnamót Lönguhlíðar og Miklubrautar.
Annað hvor yrði nauðsynlegt að breikka götuna þarna verulega eða að setja hana í stokk, eins og stundum hefur verið nefnt.
Slík umferðargöng yrðu þó rándýr – þegar bætast við mislægu gatnamótin erum við að tala um fræmkvæmdir upp á tugi milljarða króna.
Ein vandamál bætist svo við sem sjaldan er nefnt:
Hvað á að gera við umferðina sem fer um Miklubraut meðan á slíkum framkvæmdum stendur?
Ætli megi gera ráð fyrir að þær tækju tvö ár eða svo – á umferðarþunginn að fara eftir hjáleiðum á meðan?