Jón Gnarr er mikil stjarna í Þýskalandi.
Þar er að koma út eftir hann bók sem nefnist Hlustið vel og endurtakið, Hören Sie gut zu und wiederholen Sie!
Bókin var kynnt í hinu fræga leikhúsi Volksbühne í Berlín, en þar var meðal fundarmanna heimspekingurinn og fjölmiðlamaðurinn Richard David Precht. Precht er mikil stjarna í Þýskalandi en hér á Íslandi hefur komið út eftir hann bókin Hver er ég?
Precht mun hafa lýst Jóni sem „utangarðsmanni sem gerði sérstaklega í því að vera áfram utangarðs“.
Bókin er auglýst á síðu forlagsins Klett-Cotta með eftirfarandi tilvitnunum í Noam Chomsky og Lady Ga Ga.
Chomsky: „Uppáhaldsborgarstjórinn minn. Þar er engin samkeppni.“
Lady Ga Ga: „Fleiri borgarstjórar í heiminum ættu að vera eins og Jón Gnarr.“