fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
Eyjan

Evrópubloggið fer á flug

Egill Helgason
Fimmtudaginn 30. janúar 2014 15:01

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Evrópusinnar hafa byrjað stórsókn með opnun Evrópubloggsins sem er ritstýrt af hinum margreynda blaðamanni Pétri Gunnarssyni. Það var kannski kominn tími til, lengst af hafa aðildarsinnar látið Heimssýn og skyldum aðilum eftir að stjórna umræðunni. Þannig var það í tíð síðustu ríkisstjórnar.

Þar birtist í dag skoðanakönnun sem gerð var fyrir Já Ísland og sýnir að 67 prósent þjóðarinnar vilja þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildarviðræður.

Önnur athyglisverð grein birtist á Evrópublogginu. Hún ber yfirskriftina Helstu skammstafanir ýta á um nýja stefnu í gjaldmiðilsmálum.

Þar er vitnað í umsagnir hagsmunaaðila um þingsályktunartillögu Bjartrar framtíðar um mótun nýrrar gjaldmiðlastefnu. Meðal annars er vitnað í eftirfarandi umsagnir:

Í umsögn BHM segir að það sé ekki „ofsagt að peningastefnan hafi
beðið algjört skipbrot og mótun nýrrar peningastefnu því aðkallandi sem aldrei fyrr.“

LÍÚ tekur undir tillöguna telur að mikilvægt sé „að farið verði yfir stöðu gjaldmiðilsmála i ljósi reynslunnar og framtíðarkostir í þvi máli metnir með hagsmuni þjóðarinnar að leiðarljósi.“

Viðskiptaráð bendir á þá niðurstöðu „Seðlabankans að rekja megi allt að 40% verðlagsþróunar hér á landi til gengissveiflna íslensku krónunar.“

Viðskiptaráð bætir við: „Það er því full ástæða til að leita annarra leiða í gjaldmiðilsmálum til lengri tíma. Staða peningamála er ein af lykilástæðum þess að Viðskiptaráð hefur talað fyrir því að samningaferli vegna aðildarumsóknar að ESB verði klárað og málið til lykta leitt með þjóðaratkvæðagreiðslu.

Evrópublogg-2014-merki-4

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Steindautt samband

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Steindautt samband
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Þetta er ræðukóngurinn á yfirstandandi þingi – 10 málglöðustu þingmennirnir hafa samtals talað í 182,4 klukkustundir

Þetta er ræðukóngurinn á yfirstandandi þingi – 10 málglöðustu þingmennirnir hafa samtals talað í 182,4 klukkustundir
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Að standa með liðinu eða standa með grundvallarréttindum – hvað varð um Piers Morgan?

Að standa með liðinu eða standa með grundvallarréttindum – hvað varð um Piers Morgan?
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Björn Jón skrifar: Skortur á manngildishugsjón

Björn Jón skrifar: Skortur á manngildishugsjón
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Ágúst Borgþór skrifar: Hrausti sjúklingurinn – Erum við að tala niður heilbrigðiskerfið?

Ágúst Borgþór skrifar: Hrausti sjúklingurinn – Erum við að tala niður heilbrigðiskerfið?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Bygging á Orkureitnum fær Svansvottun 4 fyrst allra húsa á Norðurlöndunum

Bygging á Orkureitnum fær Svansvottun 4 fyrst allra húsa á Norðurlöndunum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Saka Heiðrúnu Lind um alvarlegar rangfærslur – „Notast áfram við tölur sem hún veit að eru ekki þær réttu“

Saka Heiðrúnu Lind um alvarlegar rangfærslur – „Notast áfram við tölur sem hún veit að eru ekki þær réttu“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Skotin ganga á víxl á Alþingi – Stjórnarandstaðan móðguð út í Ingu og Kristrúnu

Skotin ganga á víxl á Alþingi – Stjórnarandstaðan móðguð út í Ingu og Kristrúnu