fbpx
Föstudagur 19.desember 2025
Eyjan

Sérlega vondur fréttaflutningur

Egill Helgason
Fimmtudaginn 26. september 2013 11:59

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ég verð að viðurkenna að ég hef horn í síðu ákveðinna tegunda af fjölmiðlun.

Það eru til dæmis fríblöð. Mér hefur yfirleitt virst að þau séu einskis virði.

Og svo eru það sjónvarpsstöðvar sem senda út fréttir allan sólarhringinn. Ég hef aldrei skilið þörfina á því – vitlausast var þó þegar reynt var að opna slíka stöð á Íslandi þar sem aldrei gerist neitt.

Við getum ímyndað okkur hvernig fréttirnar hefðu verið í gær: Afsökunarbeiðni til Hannesar og týndi flugvélakötturinn. Aftur og aftur, allan daginn.

Hér er ágætt dæmi um hvað fréttamiðlun allan sólarhringinn getur verið vond og afspyrnu heimskuleg. Þetta er frásögn CNN af skotmanni í Washington – dregin sundur í saman í háði af Jon Stewart. Það sem er reyndar verst í þessu er að stjórnendum fréttastöðvarinnar er alveg sama um hvort fréttirnar eru réttar eða rangar, eins og Stewart bendir á – þeir eru bara að hugsa um áhorfstölur.

Hér má sjá þessa umfjöllun – þetta er afar lærdómsríkt. Fréttamenn CNN gera sig að algjörum fíflum.

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Björn Jón skrifar: EES og leiðin til aukinnar hagsældar

Björn Jón skrifar: EES og leiðin til aukinnar hagsældar
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Séra Örn Bárður Jónsson: Ekki tilviljun að Norðurlöndin eru fremst – þjóðkirkjan er í lykilhlutverki

Séra Örn Bárður Jónsson: Ekki tilviljun að Norðurlöndin eru fremst – þjóðkirkjan er í lykilhlutverki
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigvaldi Einarsson skrifar: Áliðnaður framtíðarinnar er mættur – ætlum við aftur að selja auðlindirnar fyrir slikk?

Sigvaldi Einarsson skrifar: Áliðnaður framtíðarinnar er mættur – ætlum við aftur að selja auðlindirnar fyrir slikk?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Karl Ágúst Úlfsson: Átti ekkert að verða bók – svo komu orðin og minningarnar

Karl Ágúst Úlfsson: Átti ekkert að verða bók – svo komu orðin og minningarnar