fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025
Eyjan

Valdabrölt í borgarpólítíkinni

Egill Helgason
Laugardaginn 21. september 2013 13:43

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nú fer að draga til tíðinda í borgarstjórnarflokki Sjálfstæðismanna.

Það er hafin stórsókn í borgarmálunum, eins og sjá má á Morgunblaðinu í dag.

Leiðara, Reykjavíkurbréfi og Staksteinum Moggans er öllum beint gegn manninum sem fær þar ekki að hafa nafn sitt eins og hann vill nota það – Jóni Gunnari Kristinssyni. Hann er skammaður fyrir flugvallarmálið og fyrir að þrengja að einkabílnum meðal annars – þetta á rætur í aðalskipulagi borgarinnar sem var samykkti í sumar. 15 af 13 borgarfulltrúum greiddu atkvæði með skipulaginu.

Í þeim hópi voru borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins, þau Gísli Marteinn Baldursson, Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir og Áslaug Friðriksdóttir. Borgarfulltrúarnir voru með í gerð aðalskipulagsins og því hefði verið fáránlegt fyrir þá að snúast gegn því á síðustu metrunum.

Í skipulaginu eru nútímalegar áherslur í borgarskipulagi, það er stefnt að þéttingu borgarinnar, takmörkunu á bílaumferð, betra aðgengi fyrir gangandi fólk og hjólandi. Og það er gert ráð fyrir að flugvöllurinn fari.

En nú er ekki tími sátta og samráðs. Þessum borgarfulltrúm Sjálfstæðisflokksins er í raun legið á hálsi að hafa svikið lit með því að starfa með öðrum flokkum í sátt. Það er ljóst að í Hádegismóum eru það talin örgustu svik – þannig voru ekki vinnubrögðin þegar ritstjórinn var í pólitíkinni, þar var farið í öll mál af hörku, eins og frægt er.

Nú er komin upp sú staða að Gísli, Þorbjörg og Áslaug eiga mjög í vök að verjast. Það er spurning hvernig þeim reiðir af í prófkjörinu sem á að fara fram 16. nóvember. Þar verður uppi sú krafa að flokkurinn fari í borgarstjórnarkosningarnar í vor undir því formerki að verja flugvölinn og einkabílinn. Þremenningunum verður gerð grein fyrir því að þau tvo kosti, að tapa eða skipta um skoðun.

Þetta fer allt fram með velþóknun Hádegismóanna, rétt eins og undirskriftasöfnunin fyrir óbreyttum flugi í Vatnsmýri. Menn eru jafnvel að láta sig dreyma um að hægt verði að fella manninn sem í Staksteinum heitir stundum Jón G. Kristinsson. Það er hins vegar óvíst að sjónarmið einkabílista og flugvallarvina rísti nógu djúpt til þess, þótt stundum sé hægt að búa til hávaða út af þeim.

Svo hefur reyndar ekki mikið heyrst í ungu fólki í Sjálfstæðisflokknum í þessu máli, því unga fólki sem býr á Höfuðborgarsvæðinu. Það er nokkuð áberandi kynslóðabil þarna – og það er spurning hversu lengi yngra fólk lætur bjóða sér að hlíta leiðsögn manna sem eru búnir að vera í valdageimi í flokknum í ár og áratugi.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Björn Jón skrifar: EES og leiðin til aukinnar hagsældar

Björn Jón skrifar: EES og leiðin til aukinnar hagsældar
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Séra Örn Bárður Jónsson: Ekki tilviljun að Norðurlöndin eru fremst – þjóðkirkjan er í lykilhlutverki

Séra Örn Bárður Jónsson: Ekki tilviljun að Norðurlöndin eru fremst – þjóðkirkjan er í lykilhlutverki
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigvaldi Einarsson skrifar: Áliðnaður framtíðarinnar er mættur – ætlum við aftur að selja auðlindirnar fyrir slikk?

Sigvaldi Einarsson skrifar: Áliðnaður framtíðarinnar er mættur – ætlum við aftur að selja auðlindirnar fyrir slikk?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Karl Ágúst Úlfsson: Átti ekkert að verða bók – svo komu orðin og minningarnar

Karl Ágúst Úlfsson: Átti ekkert að verða bók – svo komu orðin og minningarnar