fbpx
Fimmtudagur 17.júlí 2025
Eyjan

Varúð ostar! – MS og samkeppnin

Egill Helgason
Miðvikudaginn 18. september 2013 08:12

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Skýrt er frá því Mjólkursamsalan hafi fargað 50 kílóum af Gruyère osti – hann reyndist vera ógerisneyddur og of ungur.

Stenst ekki reglugerð um innflutning á osti.

Af þessu stafar náttúrlega stórhætta. Þar sem ostagerð er stunduð í Evrópu er framleiddur mikill fjöldi af ógerilsneyddum ostum. Reyndar er það svoleiðis að sumu fólki finnst þeir betri.

En það fólk veit náttúrlega ekki að það leggur sig í lífshættu við át slíkra osta og að því væri hollara að neyta til dæmis hinna gerilsneyddu og iðnaðarframleiddu íslensku osta.

— — —

Annars geta menn velt því fyrir sér hvers vegna það er Mjólkursamsalan sem er að flytja inn þennan ost, þetta mikla einokunarfyrirtæki í framleiðslu mjólkurafurða. Það sér líka hag sinn í að kaupa innflutningskvóta á osti.

Þetta fyrirtæki er náttúrlega eins og risastórt nátttröll í íslensku samfélagi. Í því sambandi má benda á texta sem Ólafur Magnús Magnússon, sem hefur af veikum mætti reynt að halda uppi samkeppni í mjólkuriðnaði, setti á Facebook-síðu sína nýskeð:

„Í dag var gerð húsleit hjá Samskipum og Eimskip vegna hugsanlegra samkeppnisbrota, það er misnotkun á markaðsráðandi stöðu og verðsamráð. Við skulum muna að allir eru saklausir þar til sekt er sönnuð. Öll fyrirtæki á landinu búa við eftirlit Samkeppnisstofnunar nema eitt fyrirtæki, en það er Mjólkursamsalan sem er með 98 prósenta markaðshlutdeild en jafnframt er innflutningur ekki mögulegur vegna ofurtolla. MS hefur í þessu skjóli ásamt öðrum fyrirtækjum tekist að kaupa upp keppinauta sína. Verðleggja hráefni til keppinauta með 17 prósenta álagi til hindra samkeppni. Í öllum okkar nágrannaríkjum hafa fyrirtæki verð sektuð um stórfé fyrir svipaða framgöngu og MS hefur komist upp með hér.

Á meðan gera ráðamenn ekkert í málinu,  í raun eru frekar upp áform um að auka enn á óréttinn. Þannig hafa öll stóru samvinnufélög Nænda á Norðurlöndum, Tine, Arla Foods og Valio verið ítrek sektuð fyrir brot á samkeppnislögum, brot sem eru Mjólkursamsölunni heimil. En það er kaldhæðnislegt við þetta allt saman að þau fyrirtaeki sem MS vinnur með á
Nordurlöndum eru einmitt fyrirtæki sem eru einkarekin og hafa notið verndar samkeppnislaga við uppbyggingu sína. Þannig geta íslenskir kúabaendur þakkað fyrir að mjólkuriðnaðurinn í Noreg heyri undir samkeppnislög þar í landi því annars væri Q mejeri ekki að ná þessum árangri med skyrið. Það sama á við í Danmörku. Ég auglýsi því hér eftir nýjum landbúnaðarráðherra ,hef reynt að ná fundi hans því megin ástæðan fyrir undanþágu MS frá samkeppnislögum var innganga í ESB og lítið annað gera enn fella þessi ákvæði strax úr gildi.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Þinglok: Ríkisstjórnin styrkir stöðu sína – sundrung innan stjórnarandstöðunnar

Þinglok: Ríkisstjórnin styrkir stöðu sína – sundrung innan stjórnarandstöðunnar
Eyjan
Fyrir 3 dögum

„Við höfum ekki talað að þrýstingi hagsmunaaðila eða í umboði einhverra annarra en kjósenda okkar“

„Við höfum ekki talað að þrýstingi hagsmunaaðila eða í umboði einhverra annarra en kjósenda okkar“
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Minnihlutinn á Alþingi hefur ekki neitunarvald

Sigmundur Ernir skrifar: Minnihlutinn á Alþingi hefur ekki neitunarvald
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orð Sigurðar Inga um 71. grein og brotið lýðræði falla ekki í kramið – „Hættu að vinna fyrir Sjálfstæðisörflokkinn“

Orð Sigurðar Inga um 71. grein og brotið lýðræði falla ekki í kramið – „Hættu að vinna fyrir Sjálfstæðisörflokkinn“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

„Fullorðið fólk þarf að kunna að taka tapi í kosningum og una öðrum að fara með völdin“

„Fullorðið fólk þarf að kunna að taka tapi í kosningum og una öðrum að fara með völdin“
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Alþingi leyst úr gíslingu

Alþingi leyst úr gíslingu
Eyjan
Fyrir 1 viku

Stjórnarandstaðan hefur lagt fram hugmynd að lausn – „Við sjáum hvað setur“

Stjórnarandstaðan hefur lagt fram hugmynd að lausn – „Við sjáum hvað setur“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Baldur greinir stöðuna og varar við málamiðlunum – „Minnihluti þings ræður ferðinni á Alþingi þessa dagana“

Baldur greinir stöðuna og varar við málamiðlunum – „Minnihluti þings ræður ferðinni á Alþingi þessa dagana“