fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
Eyjan

Plastpokar eru óþverri – það er auðvelt að nota annars konar poka

Egill Helgason
Þriðjudaginn 27. ágúst 2013 12:47

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er rétt, plastpokar eru andstyggilegir.

Þeim fylgir sóun og mengun. Til dæmis eru úthöfin full af plasti sem eyðist ekki.

Plastflöskur eru ekki betri. Í raun er skömm að því að nær allir drykkir skuli vera komnir í plastflöskur.

Víða erlendis eru plastpokar bannaðir – og reyndar var samþykkt á íbúaþingi á Akureyri síðastliðinn vetur að stefnt skyldi að Akureyri yrði plastpokalaus bær.

Og nú er farið að boða daga án plastpoka. Það fylgir sögunni að Íslendingar noti um 50 milljón burðarpoka úr plasti á hverju ári.

Málið eru pokar eins og Baggu. Þetta eru níðsterkir, nánast óslítanlegir pokar, úr nælonefni. Það er hægt að brjóta þá saman þannig að ekkert fer fyrir þeim. Þeir eru fisléttir. Það er hægt að henda þeim í þvottavél.

Það er í raun ekkert mál að taka þá með út í búð. Þeir rúma meira en plastpokar og það er auðveldara að bera þá. Það er líka hægt að nota þá undir íþróttaföt og sundföt, eða taka þá með upp í sveit eða á ströndina.

baggu

Baggu burðarpokar. Þeir fást meðal annars í Heilsuhúsinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Karl Ágúst Úlfsson: 110 þýðingar komnar – best að komast afsíðis

Karl Ágúst Úlfsson: 110 þýðingar komnar – best að komast afsíðis
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Jólatréð í Kokkedal

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Jólatréð í Kokkedal
Eyjan
Fyrir 1 viku

Karl Ágúst Úlfsson: Verst að tapa orðunum – spurði lækninn hvort hann kæmist ekki á skíði rétt eftir heilaaðgerð

Karl Ágúst Úlfsson: Verst að tapa orðunum – spurði lækninn hvort hann kæmist ekki á skíði rétt eftir heilaaðgerð
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Fellibylur í fingurbjörg – stjórnarandstaðan stígur í feitina og verður sér til minnkunar

Orðið á götunni: Fellibylur í fingurbjörg – stjórnarandstaðan stígur í feitina og verður sér til minnkunar