Myndband af lögreglumönnum sem handtaka að því er virðist dauðadrukkna konu á Laugavegi er býsna skelfilegt.
Aðferðir lögreglumannanna eru hrottalegar – og mannfjandsamlegar.
En það er eiginlega alveg jafn skelfilegt að lesa ummæli sumra sem skrifa athugasemdir við frétt um þetta á Vísi.
Hvers konar samfélagi vill svoleiðis fólk búa í?
Þar sem ofbeldi af smæsta tilefni þykir sjálfsagt mál?