fbpx
Þriðjudagur 26.ágúst 2025
Eyjan

Útbreiddar óvinsældir ríkisstjórna

Egill Helgason
Föstudaginn 5. júlí 2013 13:46

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tíminn eftir að efnahagskreppan 2008 reið yfir er ekki sérlega þægilegur til að sitja í ríkisstjórn.

Stjórnmálamenn komast til valda með miklum fyrirheitum, þeim reynist ómögulegt að standa við þau, fljótlega verða þeir og flokkar þeirra afar óvinsælir.

Þetta var það sem geriðist á Íslandi með ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur.

En þetta hefur líka gerst í Bretlandi hjá David Cameron. Ef boðað yrði til kosninga nú myndi Íhaldsflokkurinn tapa.

Það fjaraði afar fljótt undan François Hollande í Frakklandi. Nú er hann hafður að háði og spotti í frönsku pressunni.

Helle Thorning-Schmidt er orðin afar óvinsæl í Danmörku.

Hið sama má segja um Antonis Samaras í Grikklandi, Enda Kenny á Írlandi og Mariano Rajoy á Spáni.

Meira að segja í Noregi og Svíþjóð þar sem sömu ríkisstjórnir hafa setið nokkuð lengi – og með frekar góðum árangri – er stjórnarandstaðan komin fram úr í skoðanakönnunum.

Kjósendur eru víða afar óþolinmóðir, fullir af gremju og jafnvel heift. Stjórnmálamenn ráða lítið við þetta, enda hafa þeir takmarkaða stjórn á rás atburða.

Það þarf varla mikinn spámann til að sjá að hin nýja ríkisstjórn Íslands mun varla njóta almennra vinsælda á tímum sem þessum.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Nína Richter skrifar: Strætófólkið og spandex-rassarnir

Nína Richter skrifar: Strætófólkið og spandex-rassarnir
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Ætlum að opna fleiri verslanir

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Ætlum að opna fleiri verslanir
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir að ESB-aðild sé engin ógn við sjávarútveginn

Segir að ESB-aðild sé engin ógn við sjávarútveginn
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Miðaldra konur í hörtóga á Balí

Nína Richter skrifar: Miðaldra konur í hörtóga á Balí
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Trump leitar í smiðju höfundar hrunsins

Orðið á götunni: Trump leitar í smiðju höfundar hrunsins
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Öfugmælavísa ritstjórans – niðurlæging stjórnarandstöðunnar tekur engan endi

Svarthöfði skrifar: Öfugmælavísa ritstjórans – niðurlæging stjórnarandstöðunnar tekur engan endi