fbpx
Miðvikudagur 27.ágúst 2025
Eyjan

Hvenær verður samið við kröfuhafana?

Egill Helgason
Þriðjudaginn 23. júlí 2013 11:19

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eitt aðalmál nýrrar ríkisstjórnar eru samningar við erlenda kröfuhafa – hrægammana eins og þeir eru kallaðir þegar þykir henta.

Margt hangir á þessum viðræðum, til að mynda afnám gjaldeyrishafta og loforð um að fella niður skuldir heimila sem var aðalkosningamálið í vor.

Maður skyldi því halda að þetta væri algjört forgangsmál.

En svo virðist ekki vera, ríkisstjórnin er afar hikandi og engar slíkar samningaviðræður eru hafnar svo vitað sé. Það var fært í lög undir lok tíma síðustu ríkisstjórnar að Seðlabankinn mætti ekki ganga frá slíkum samningum án aðkomu stjórmálamanna.

Skýringarnar geta náttúrlega verið ýmsar. Reynsluleysi ráðherra sem eru að kynnast störfum sínum, vinna vegna fjárlaga eða þá kannski að stjórnarflokkarnir eru ekki samstíga um hvernig þessar viðræður eigi að þróast og útkomu þeirra.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Ásgeir Jónsson eins og Neró – skítt með brunann

Orðið á götunni: Ásgeir Jónsson eins og Neró – skítt með brunann
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Nína Richter skrifar: Strætófólkið og spandex-rassarnir

Nína Richter skrifar: Strætófólkið og spandex-rassarnir
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Mikilvægt að styðja við verðsamkeppni – hefur áhrif á allan markaðinn

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Mikilvægt að styðja við verðsamkeppni – hefur áhrif á allan markaðinn
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Sólveigu Önnu brugðið eftir viðtal við Heiðu borgarstjóra – „Einstaklingar sem að sækjast eftir miklum völdum verða að geta axlað mikla ábyrgð“

Sólveigu Önnu brugðið eftir viðtal við Heiðu borgarstjóra – „Einstaklingar sem að sækjast eftir miklum völdum verða að geta axlað mikla ábyrgð“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Gamalkunnur söngur bankanna ómar – þarf kannski bara að breyta leikreglunum?

Orðið á götunni: Gamalkunnur söngur bankanna ómar – þarf kannski bara að breyta leikreglunum?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir að ESB-aðild sé engin ógn við sjávarútveginn

Segir að ESB-aðild sé engin ógn við sjávarútveginn