Páll Vilhjálmsson skrifar grein á bloggsíðu sína þar sem hann mótmælir því að Snorri Sturluson sé kallaður Evrópumaður á sýningu í Reykholti.
Páll telur að þetta sé áróður fyrir Evrópusambandið og heimtar að þetta verði leiðrétt.
Það ættu reyndar að vera hæg heimatökin, því klerkur í Reykholti er Geir Waage, mikill andstæðingur Evrópusambandsins og sá sem bar upp tillögu sem hleypti ESB-málum í loft upp á síðasta landsfundi Sjálfstæðisflokksins.
Geir ætti ekki að verða skotaskuld að breyta þessu.
Hann mun sjálfsagt verða hvattur til þess af gömlum félaga sínum, Davíð Oddssyni, en milli þeirra eru raunar líka fjölskyldutengsl.
Davíð mun varla sleppa því að taka upp þessa brýingu Páls, eins og endranær, og skrifa harðorðan leiðara um þessa lítilmótlegu tilraun til að gera Snorra að „Evrópumanni“.
Í Reykholti reyna þeir á lævíslegan hátt að gera Snorra að „Evrópumanni“.