fbpx
Þriðjudagur 26.ágúst 2025
Eyjan

Eftirlitssamfélagið og hástig vænisýkinnar

Egill Helgason
Þriðjudaginn 2. júlí 2013 21:55

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er afskaplega sorglegt að Edward Snowden skuli hvergi fá hæli.

Hann hefur meðal annars ljóstrað upp hvernig Bandaríkin hafa njósnað um Evrópusambandið og meintar vinaþjóðir í Evrópu.

Það hljóta að teljast nokkuð þarflegar upplýsingar.

Leiðtogar Evrópuríkja hafa sumir lýst því yfir að samskipti við Bandaríkin hjóti að skaðast vegna þessa.

Forsætisráðherra Lúxemborgar sagði að Bandaríkjastjórn væri nær að fylgjast með sínum eigin eftirlitsstofnunun en öðrum vinveittum ríkjum.

En það er einhver ótrúleg vænisýki í loftinu og Bandaríkjunum og hefur verið lengi. Í raun má segja að bandaríska kerfið nærist að vissu leyti á þessu. Og eftirlitsiðnaðurinn er náttúrlega stór bisness.

Við þurfum ekki annað en að skoða vinsælar bíómyndir sem koma frá Bandaríkjunum til að sjá hvað er á ferðinni.

Tvær vinsælustu myndir síðustu missera sem koma frá bandarísku kvikmyndaverunum fjalla um árásir á sjálft Hvíta húsið, síðari myndin heitir White House Down og er afar vinsæl vestra þessa dagana.

Þarna stendur forsetinn sjálfur í átökum við hyðjuverkamenn, í eigin persónu og um leið er verið að næra hástig paranojunnar.

220px-White_House_Down_Theatrical_Poster

En aftur að Snowden.

Hann stendur auðvitað miklu nær hugsjónum bandarísku stjórnarskrárinnar um frelsi og friðhelgi en þeir sem nú stjórna Bandaríkjunum.

„The right of the people to be secure in their persons, houses, papers, and effects, against unreasonable searches and seizures, shall not be violated, and no Warrants shall issue, but upon probable cause, supported by Oath or affirmation, and particularly describing the place to be searched, and the persons or things to be seized.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Nína Richter skrifar: Strætófólkið og spandex-rassarnir

Nína Richter skrifar: Strætófólkið og spandex-rassarnir
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Ætlum að opna fleiri verslanir

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Ætlum að opna fleiri verslanir
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir að ESB-aðild sé engin ógn við sjávarútveginn

Segir að ESB-aðild sé engin ógn við sjávarútveginn
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Miðaldra konur í hörtóga á Balí

Nína Richter skrifar: Miðaldra konur í hörtóga á Balí
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Trump leitar í smiðju höfundar hrunsins

Orðið á götunni: Trump leitar í smiðju höfundar hrunsins
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Öfugmælavísa ritstjórans – niðurlæging stjórnarandstöðunnar tekur engan endi

Svarthöfði skrifar: Öfugmælavísa ritstjórans – niðurlæging stjórnarandstöðunnar tekur engan endi