Þessa frábæru ljósmynd er að finna á vefsíðunni Lemúrnum. Þar er birtur alls kyns sögulegur fróðleikur. Myndin er eftir Magnús Ólafsson, einn merkasta myndasmið Íslands á fyrri hluta síðustu aldar. Mikið af gömlu myndefni er að finna á Lemúrnum eða hlekki á það.
Ljósmyndin er tekin á bilinu 1925-1935 og sýnir skáta klífa fjall. Takið eftir að þeir eru berleggjaðir. Þetta er fyrir tíma flíssins. Nú ganga menn upp Bankastrætið í betri útivistarfatnaði en þetta.