Á ensku er talað um accession, á dönsku er talað um tiltrædelse, á frönsku um adhésion, á þýsku segja menn beitritt – á íslensku hefur verið notað orðið aðild.
Það er mjög svipaðrar merkingar og hin erlendu orð.
En er það allt í einu orðið til marks um svik að á íslensku sé talað um aðildarviðræður en ekki aðlögunarviðræður.
Ekki er öll vitleysan eins.
En ef þessi aðlögun hefði verið svona óskapleg, þá væri líklega fullt af hlutum sem þyrfti að vinda ofan af eftir fjögur ára viðræður
Svo er samt ekki – það sem stjórnvöld eiga í mestum vandræðum með er að þau tíma helst ekki að sleppa hendinni af svokölluðum IPA styrkjum.