Á samskiptamiðlum geisa miklar deilur um moskubyggingu í Reykjavík.
Sumir sem taka til máls kalla þetta reyndar „moskvu“. En þeir eru jafn mikið á móti fyrir því.
Mikið er gert úr því að þarna verði turn með bænaköllum sem muni valda fólki ónæði jafnt dag sem nótt. Maður sér fyrir sér mannvirki eins og Bláu moskuna þar sem fuglar hnita í kringum turnana.
En samkvæmt fréttum á turninn þó ekki að vera nema 8-10 metrar á hæð.
Það er ekki mjög hár turn.
Í samanburði má geta þess að turn Hallgrímskirkju – sem stendur efst á hæð – er 75 metra hár.
Turn moskunnar verður semsagt eins og á lítilli sveitakirkju.
Turnar moskunnar í Sogamýri verða allmiklu lægri en turnar Bláu moskunnar í Istanbul.