Þau eru glaðleg tíðindin sem berast frá Fjármálaeftirlitinu sem hefur gert úttekt á stöðu lífeyrissjóðanna.
Samkvæmt þessu er þrennt til ráða:
Það þarf að hækka iðgjöld.
Skerða réttindi – semsé greiðslur úr sjóðunum.
Hækka lífeyrisaldur.
Líklega verður niðurstaðan blanda af þessu þrennu, eða það mætti ætla?
Gatið hjá sjóðunum sem hafa ábyrgð ríkis- og sveitarfélaga er svo 600 milljarðar. Þar er erfiðara um vik að beita aðferðum eins og réttindaskerðingu eða hækkun lífeyrisaldurs, enda er það allt bundið í niðurnjörvaða samninga.
Það má vera að íslenska lífeyriskerfið sé að grunni til gott eins og segir í greininni, en þarna eru þó ansi stór vandamál sem bíða úrlausnar.