fbpx
Þriðjudagur 26.ágúst 2025
Eyjan

Leiðrétt ranghugmynd

Egill Helgason
Fimmtudaginn 11. júlí 2013 22:32

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nú þegar hafa orðið talsverðar breytingar í íslenskri pólitík, er tími til að leiðrétta aðeins nokkrar ranghugmyndir sem hafa verið á lofti – og hefur verið haldið á lofti – síðustu árin.

Eitt er það að Ísland sé land svo ríkt af auðlindum að aðrar þjóðir renni til okkar öfundaraugum og sækist eftir því að hrifsa þessar auðlindir af okkur.

Það var meira að segja orðað svo á síðasta kjörtímabili að Ísland væri síðasta björgin fyrir Evrópusambandið.

Staðreyndin er sú að Íslendingar eiga auðlindir sem geta tryggt þeim ágætt líf á þessari afskekktu eyju, en ekkert mikið umfram það.

Eitt af því sem Davíð Oddsson var sífellt að reyna á sínum tíma var að finna fleiri stoðir til að skjóta undir íslenskt efnahagslíf. Þar kom til skjalanna Íslensk erfðagreining, álver og virkjun austur á landi og loks hin afdrifaríka tilraun til að gera Ísland að alþjóðlegri fjármálamiðstöð. Síðasta útfærslan á þessari vegferð var að skapa góðæri með alltof hárri gengisskráningu – það var frumleg aðferð, en dugði ekki lengi.

Þegar þetta brást voru Íslendingar komnir aftur á sama stað og áður með sínar fiskveiðar, landbúnað sem meira og minna á ríkisframfæri og svo ferðamennskuna sem er sívaxandi og heldur þjóðinni nokkurn veginn á floti.

Það er hins vegar afar lítið að gerast varðandi nýtingu orkuauðlinda, vatns og hita, einfaldlega vegna þess að ekki eru fyrir hendi kaupendur sem geta greitt nógu hátt verð. Þess vegna leggur Landsvirkjun sívaxandi áherslu á að selja orku út á Evrópumarkað í gegnum sæstreng.

Meðan staðan er svona hjóðar hagvaxtarspá upp á vel innan við tvö prósent – kakan margumtalaða er semsagt ekkert að stækka.

Það hefur mikið verið talað um tækifærnin sem okkar bíði annars vegar í olíuvinnslu og hins vegar á norðurslóðum.

En sannleikurinn er sá að olíudraumarnir rætast varla næsta áratuginn – og líklega er enn lengra í það – og allt talið um norðrið er afar óljóst. Við eigum ekkert tilkall til auðlinda í Norður-Íshafinu og þótt einhvern tíma yrðu siglingar yfir Norðurskautið, er ekki víst hvaða ábata við gætum haft af þeim. Við munum seint selja fiskinn okkar til nágrannanna í norðrinu og ekki koma ferðamennirnir þaðan.

Þannig að við þurfum ekkert að gera okkur sérstakar grillur um að auðlindir muni tryggja okkur framtíð bjarta – sem aðrar þjóðir öfundi okkur af. Við þurfum að byggja á góðri menntun, framtaki þegnanna og samskiptum við aðrar þjóðir – og reyna um leið að halda aðeins í skefjum harðdrægum hagsmunaðilum sem hér vilja ríða öllu á slig

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Nína Richter skrifar: Strætófólkið og spandex-rassarnir

Nína Richter skrifar: Strætófólkið og spandex-rassarnir
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Ætlum að opna fleiri verslanir

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Ætlum að opna fleiri verslanir
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir að ESB-aðild sé engin ógn við sjávarútveginn

Segir að ESB-aðild sé engin ógn við sjávarútveginn
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Miðaldra konur í hörtóga á Balí

Nína Richter skrifar: Miðaldra konur í hörtóga á Balí
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Trump leitar í smiðju höfundar hrunsins

Orðið á götunni: Trump leitar í smiðju höfundar hrunsins
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Öfugmælavísa ritstjórans – niðurlæging stjórnarandstöðunnar tekur engan endi

Svarthöfði skrifar: Öfugmælavísa ritstjórans – niðurlæging stjórnarandstöðunnar tekur engan endi