fbpx
Þriðjudagur 26.ágúst 2025
Eyjan

Ferðamennirnir og gjaldtakan

Egill Helgason
Fimmtudaginn 27. júní 2013 09:24

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Núorðið tíðkast á Íslandi að tala með heldur leiðinlegum hætti um ferðamenn og ferðamennsku.

Samt er það líklega ferðamennskan sem öðru fremur hefur mildað áhrifin af efnahagshruninu.

Hún veitir fjölda manns atvinnu og peningarnir seytla víða út um samfélagið – stundum framhjá skattinum eins og til margra sem leigja frá sér íbúðir eða herbergi.

Miðað við aukna veltu í þessari grein og hækkandi verðlag á gistingu er eiginlega alveg óskiljanlegt að horfið hafi verið frá því ráði að hækka virðisaukaskatt á hótelgistingu í fjórtán prósent. Ef einhvers staðar er borðleggjandi skattur, þá er það þessi.

Nú er reyndar farið að tala um það af alvöru að taka gjald af ferðamönnum – líklegt er að það verði orðið að veruleika á næsta ári. En einkaaðilar eru á undan, það er búið að setja upp skúr við Kerið í Grímsnesi þar sem fólk borgar fyrir að sjá vatnið neðst í þessum gíg.

Kerið er ágætt, en það verður seint talið til helstu náttúruperla og einhvern veginn virkar þessi gjaldtaka hálf lítilfjörlega. Ætli fleiri eigendur lands fylgi í kjölfarið og setji upp svipaða miðasöluskúra?

Það er spurning hvernig eigi að rukka fyrir aðganginn að náttúrunni. Er rétt að setja upp skýli víða um landið þar sem er tekið gjald fyrir hvern stað  fyrir sig eða væri ef til vill skynsamlegra að selja einfaldlega passa, fyrir hóflegt verð, sem myndi gilda um allt land – eða fyrir ákveðinn landshluta?

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Ætlum að opna fleiri verslanir

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Ætlum að opna fleiri verslanir
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Svarthöfði skrifar: Eftirlit í þágu milliliða – hver fylgist með eftirlitsmönnunum?

Svarthöfði skrifar: Eftirlit í þágu milliliða – hver fylgist með eftirlitsmönnunum?
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Sítengd og stimpluð

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Sítengd og stimpluð
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Rangt gefið þegar heildsöluverð til hinna minni er hærra en smásöluverðið hjá þeim stóru

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Rangt gefið þegar heildsöluverð til hinna minni er hærra en smásöluverðið hjá þeim stóru
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Miðaldra konur í hörtóga á Balí

Nína Richter skrifar: Miðaldra konur í hörtóga á Balí
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Stjórnarskráin og ESB

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Stjórnarskráin og ESB
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Öfugmælavísa ritstjórans – niðurlæging stjórnarandstöðunnar tekur engan endi

Svarthöfði skrifar: Öfugmælavísa ritstjórans – niðurlæging stjórnarandstöðunnar tekur engan endi
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni