fbpx
Þriðjudagur 26.ágúst 2025
Eyjan

Skiljanleg og óskiljanleg danska

Egill Helgason
Þriðjudaginn 25. júní 2013 09:36

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Danska sem tungumál verður óskiljanlegri og óskiljanlegri eftir því sem tíminn líður.

Þeir sem læra dönsku í íslenskum skólum eiga ekki séns í að skilja þá dönsku sem er töluð úti á götum í Kaupmannahöfn – og ekki heldur í vinsælum dönskum lögguþáttum.

Þetta er ekki danskan sem var töluð í þáttum eins og Matador, Húsinu á Kristjánshöfn eða í kvikmyndum með Dirch Passer og Gihte Nörby.

Þar gat mörlandinn skilið hvert orð, enda var talað skýrt og af ákveðinni festu.

Það sem hefur gerst síðan er að danskan hefur færst aftar og aftar í kokið og er eiginlega komin hálfa leið ofan í vélinda. Fyrir utan það hafa bæst við ýmis orð sem ekki er að finna í íslenska skólalærdómnum.

Því er ekki furða að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra hafi verið feginn yfir þvi að Helle Thorning-Schmidt kollega hans talaði skiljanlega dönsku og alveg ástæðulaust fyrir íslenska vinstrimenn að gera grín að því.

images-2

En lille kop kaffe. Íslendingar áttu ekki í vandræðum með að skilja dönskuna í sjónvarpsþáttunum Matador, en nú eru aðrir tímar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Ætlum að opna fleiri verslanir

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Ætlum að opna fleiri verslanir
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Svarthöfði skrifar: Eftirlit í þágu milliliða – hver fylgist með eftirlitsmönnunum?

Svarthöfði skrifar: Eftirlit í þágu milliliða – hver fylgist með eftirlitsmönnunum?
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Sítengd og stimpluð

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Sítengd og stimpluð
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Rangt gefið þegar heildsöluverð til hinna minni er hærra en smásöluverðið hjá þeim stóru

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Rangt gefið þegar heildsöluverð til hinna minni er hærra en smásöluverðið hjá þeim stóru
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Miðaldra konur í hörtóga á Balí

Nína Richter skrifar: Miðaldra konur í hörtóga á Balí
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Stjórnarskráin og ESB

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Stjórnarskráin og ESB
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Öfugmælavísa ritstjórans – niðurlæging stjórnarandstöðunnar tekur engan endi

Svarthöfði skrifar: Öfugmælavísa ritstjórans – niðurlæging stjórnarandstöðunnar tekur engan endi
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni