fbpx
Þriðjudagur 26.ágúst 2025
Eyjan

Háskalegt fyrir stjórnmálamenn að vera hörundsárir

Egill Helgason
Þriðjudaginn 25. júní 2013 12:44

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er afar óheppilegt fyrir menn sem eru í háum opinberum stöðum að vera hörundsárir.

Þeir verða að brynja sig – annað er ávísun á vanlíðan og kvalræði.

Og þeir þurfa að geta látið mikið af gagnrýni sem vind um eyru þjóta.

Hinn nýi forsætisráðherra, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, virðist vera óþarflega hörundssár. Hann er afar undrandi á margvíslegri gagnrýni sem stjórn hans hefur fengið á fyrstu vikunum. Margt af því er þó bara venjulegt stjórnarandstöðuþref, sumt er rugl eins og upphlaup vegna tölvupósts, annað byggir sannarlega á mjög útbreiddum viðhorfum eins og til dæmis andstæðan við lækkun veiðigjaldsins og spurningar um hvernig eigi að framkvæma margboðaða skuldalækkun.

Það er ekkert nýtt við þetta.

Því má heldur ekki gleyma að stjórnarandstaðan frá 2009 til 2013 hélt uppi afar harðri mótstöðu við ríkisstjórnina. Það var efnt til málþófs hvað eftir annað og oft var talað um svik og jafnvel landráð. Stjórnarandstaðan núna er því varla í neinum friðarhug – það eru ekki rök að stjórnarandstaða skuli þegja þótt hún hafi tapað stórt í kosningum.

Davíð Oddsson hafði á sínum tíma þann hæfileika á láta líta út eins og hann tæki gagnrýni ekki nærri sér. Það var þó ekki endilega þannig, hann reyndist að lokum vera mjög heiftrækinn og langminnugur á það sem hann taldi gert á sinn hlut. Davíð á þó hin ódauðlegu orð að ef stjórnmálamenn séu sífellt með eyrað við grasrótina, þá fari ormar að skríða upp í eyrun á þeim.

Það var fyrir tíma bloggs og Facebook, en stjórnmálamenn nútímans ættu að forðast að vera sífellt með augun á þessum miðlum. Það er nóg að láta aðstoðarfólkið kíkja við og við.

Líklega er betra fyrir núverandi forsætisráðherra að leita í smiðju helsta leiðtoga Framsóknarflokksins í seinni tíð, Steingríms Hermannssonar. Hann hélt ró sinni sama hvað var hamast í honum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Ætlum að opna fleiri verslanir

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Ætlum að opna fleiri verslanir
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Svarthöfði skrifar: Eftirlit í þágu milliliða – hver fylgist með eftirlitsmönnunum?

Svarthöfði skrifar: Eftirlit í þágu milliliða – hver fylgist með eftirlitsmönnunum?
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Sítengd og stimpluð

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Sítengd og stimpluð
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Rangt gefið þegar heildsöluverð til hinna minni er hærra en smásöluverðið hjá þeim stóru

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Rangt gefið þegar heildsöluverð til hinna minni er hærra en smásöluverðið hjá þeim stóru
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Miðaldra konur í hörtóga á Balí

Nína Richter skrifar: Miðaldra konur í hörtóga á Balí
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Stjórnarskráin og ESB

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Stjórnarskráin og ESB
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Öfugmælavísa ritstjórans – niðurlæging stjórnarandstöðunnar tekur engan endi

Svarthöfði skrifar: Öfugmælavísa ritstjórans – niðurlæging stjórnarandstöðunnar tekur engan endi
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni