Einkavæðing banka og fyrirtækja er einhver hörmulegasta saga í síðari tíma íslenskri pólitík.
Nú er loks lokið við endurskipulagningu Skipta – það er fyrirtækið sem eitt sinn var Landsíminn.
Við getum séð á listanum yfir þá sem nú eiga fyrirtækið hvernig einkavæðingunni lauk – það er loks búið að semja um skuldir félagsins.
Arionbanki á 38,3 prósent en lífeyrissjóðir eiga rest – stærstan hlut fá Lífeyrissjóður verslunarmanna og Lífeyrissjóður ríkisins.
Þannig fór um sjóferð þá – og var hún til lítils sóma.