fbpx
Þriðjudagur 26.ágúst 2025
Eyjan

Stenst ekki

Egill Helgason
Sunnudaginn 23. júní 2013 16:28

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stundum er ekki allt í lagi í Bandaríkjunum.

Nú á að ákæra mann fyrir njósnir – en hann kom upp um eitthverjar umfangsmestu njósnir allra tíma.

Í augum umheimsins er Edward Snowden hetja og Bandaríkin munu aðeins skaða álit sitt með því að ofsækja hann.

Hann er maðurinn sem ljóstrar upp um samfélag sem er gegnsýrt af eftirliti, þar sem er fylgst með hverri athöfn manns, orðum – og kannski einhvern tíma hugsun.

Það skal ekki fangelsa þá sem hlera síma og internet – heldur þann sem segir frá hlerununum. Það stenst náttúrlega enga skoðun.

Einhvern tíma var talað um 1984 í þessu sambandi – Snowden er eins og viti sem varar við því að við höldum lengra áfram eftir þessari braut.

Og því er almenningsálitið að miklu leyti með Snowden – þótt skammsýnir stjórnmálamenn vilji helst ekki vita af máli hans.

Þjóðaröryggi er reyndar orðið eins konar sjúkdómur í Bandaríkjunum. Þetta skynja allir sem hafa farið yfir landamæri til Bandaríkjanna og séð allan þann fjölda öryggisgæslufólks sem hringsnýst í kringum sjálft sig, ábúðarmikið á svip, og tækjabúnaðinn sem það á að vera að nota. Í kringum þetta hefur svo risið kafkaískt skrifræðisbákn – sem hefur aðgang að fullkomnustu tækni nútímans.

Aðalmálið er þó kannski að þetta er iðnaður sem veltir milljörðum dollara, svo það er mikið í húfi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Ætlum að opna fleiri verslanir

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Ætlum að opna fleiri verslanir
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Svarthöfði skrifar: Eftirlit í þágu milliliða – hver fylgist með eftirlitsmönnunum?

Svarthöfði skrifar: Eftirlit í þágu milliliða – hver fylgist með eftirlitsmönnunum?
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Sítengd og stimpluð

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Sítengd og stimpluð
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Rangt gefið þegar heildsöluverð til hinna minni er hærra en smásöluverðið hjá þeim stóru

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Rangt gefið þegar heildsöluverð til hinna minni er hærra en smásöluverðið hjá þeim stóru
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Miðaldra konur í hörtóga á Balí

Nína Richter skrifar: Miðaldra konur í hörtóga á Balí
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Stjórnarskráin og ESB

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Stjórnarskráin og ESB
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Öfugmælavísa ritstjórans – niðurlæging stjórnarandstöðunnar tekur engan endi

Svarthöfði skrifar: Öfugmælavísa ritstjórans – niðurlæging stjórnarandstöðunnar tekur engan endi
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni