Þarna gengur sólin til viðar á lengsta degi ársins hér á Folegandros, séð af svölunum okkar.
Hún er að setjast fyrir ofan þorpið Ano Meria, það sést grilla í húsin á hæðinni. Þetta er sveitaþorp sem þykir merkilegt vegna þess hvað íbúarnir verða gamlir. Maður sér fólk á tíræðisaldri ríða á ösnum og hlaupa upp brattar brekkurnar.
Þegar ég verð búinn að ná af mér spikinu ætla ég að gefa út bók sem nefnist Ano Meria-kúrinn. Hún verður með myndum af þessu frábæra fólki.
Hægra megin á myndinni má sjá eyjuna Sifnos – svona líta eyjarnar oft út úr fjarska, eins og þær fljóti í sænum.